Innlent

Bjarg byggir en Brynja má ekki kaupa hús

Sveinn Arnarsson skrifar
Bryggjuhverfið í uppbyggingu.
Bryggjuhverfið í uppbyggingu. Mynd/Reykjavíkurborg
Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingar og fulltrúi í skipulags- og samgönguráði, segir endurreisn verkamannabústaðakerfisins í Reykjavík í fullum gangi með að veita Bjargi, íbúðafélagi, lóðir til byggingar um 630 íbúða í borginni.



Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi.
Borgin samþykkti í síðustu viku að úthluta íbúðafélaginu lóðir til að byggja 124 íbúðir í Bryggjuhverfinu sem fara í langtímaleigu til félagsmanna ASÍ eða BSRB.

Bjarg starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir og starfar þannig að það leigir íbúðirnar til félagsmanna sinna.

Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að hússjóðurinn Brynja, íbúðafélag á vegum öryrkjabandalagsins, hefði á sama tíma fengið neitun um stofnstyrki til að kaupa hús fyrir sína félagsmenn.


Tengdar fréttir

Iðnaðar­­menn hjóla í verka­­lýðs­hreyfinguna

Fjölmennur fundur fagaðila í iðnaði, sem haldinn var í gær, fordæmdi harðlega það sem þeir telja óforskömmuð vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar þar sem þeir hafi gengið freklega fram hjá innlendri framleiðslu við innflutning á fullbúnum húsum, innréttingum og húsgögnum hingað til lands.

Erfitt reynist að byggja ódýrt húsnæði

Framkvæmdastjóri félags eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu segir ríki og borg standa í vegi fyrir því að uppgangur verði í byggingu húsnæðis hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum.

Erfitt að fá verktaka í óhagnaðardrifin verk

Íbúðafélaginu Bjargi hefur reynst erfitt að hanna ódýrar íbúðir á þéttingarreitum í borginni. Félagið hefur þurft að skila lóð vegna kostnaðar og hönnunarvinna við íbúðir á Kirkjusandsreitnum hefur staðið yfir í tæpt ár. Á meðan er félag sem keypti lóð á reitnum á sama tíma komið langt á veg í framkvæmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×