Innlent

Níu hundruð umsóknir um íbúðir hjá Bjargi

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar

Á innan við þremur mánuðum hafa borist tæplega 900 umsóknir um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi en 815 íbúðir eru á undirbúnings-eða framkvæmdarstigi.

Bjarg leigufélag byggir íbúðir fyrir tekjulágt fólk sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB og Alþýðusambands Íslands.

Nú eru í byggingu 155 íbúðir í Grafarvogi og 83 íbúðir í Úlfarsárdal sem gert er ráð fyrir að fari í notkun næsta sumar en í undirbúningi eru yfir 450 íbúðir til viðbótar í Reykjavík en einnig á Akranesi, í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, Þorlákshöfn, á Selfossi og á Akureyri eða samtals 815 íbúðir.

Opnað var fyrir umsóknir um miðjan maí og í lok júlí höfðu alls 818 umsóknir borist eða þremur fleiri en allar þær íbúðir sem eru í undirbúningi.

Dregið var um röð umsækjendanna á biðlistann. Enn er hægt að skrá sig á listann og er skráningum þá raðað í þeirri röð sem þær berast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.