Innlent

Iðnaðar­­menn hjóla í verka­­lýðs­hreyfinguna

Sveinn Arnarsson skrifar
Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri
Axis.
Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis.

Fjölmennur fundur fagaðila í iðnaði, sem haldinn var í gær, fordæmdi harðlega það sem þeir telja óforskömmuð vinnubrögð verkalýðshreyfingarinnar þar sem þeir hafi gengið freklega fram hjá innlendri framleiðslu við innflutning á fullbúnum húsum, innréttingum og húsgögnum hingað til lands.

„Að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar semji við erlenda aðila um innflutning á húsum, innréttingum og húsgögnum, á sama tíma og þeir eiga að standa vörð um innlenda framleiðslu, vernda störf, halda við kunnáttu í handverki og tryggja réttindi þeirra starfsmanna sem vinna þessi störf, ber heilindum þeirra ekki gott vitni,“ segir í ályktun fundarins. „Það er heldur ekki sannfærandi vitnisburður um getu þeirra til að sinna þeim störfum sem þeim hefur verið falið.“

Á þennan fund mætti fjöldi iðnaðarmanna sem fordæma starfshætti ASÍ og BSRB.

„Fasteignafélagið Bjarg, stofnað af ASÍ og BSRB, hefur látið framleiða og flytja inn einingahús frá Lettlandi og borið fyrir sig að innlendir aðilar anni ekki því magni sem óskað er eftir,“ segir Eyjólfur Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Axis. „Þetta er klárlega næsti bær við félagsleg undirboð og við teljum þessi samtök, sem verja eiga réttindi verkafólks, ekki gera það í þessu tilviki.“


Tengdar fréttir

Áhyggjur innan hótelgeirans

Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.