Dularfull samtök vilja velta Kim Jong-un úr sessi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2019 11:39 Sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. AP/Bernat Armangue Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl. Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Dularfull samtök hafa lýst yfir ábyrgð á árás á sendiráð Norður-Kóreu í Madríd. Starfsmenn sendiráðsins voru bundnir og útsendarar samtakanna komust á brott með tölvur, síma og drif og segjast hafa útvegað Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) og leyniþjónustum þau gögn sem þeir komu höndum yfir. Samtökin kallast Cheollima Civil Defense, eða Free Joseon, og nutu fyrst athygli árið 2017 þegar samtökin sögðust hafa verndað son Kim Jong-nam, bróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, eftir að hann var ráðinn af dögum með gereyðingarvopni á flugvelli í Kuala Lumpur. Talið er að hann hafi verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu.Samkvæmt Guardian er talið að CCD sé fyrsta skipulagða andspyrnuhreyfingin gegn yfirvöldum Norður-Kóreu í rúma sjö áratugi. Þann 1. mars lýstu samtökin því yfir að þau væru í rauninni útlagastjórn Norður-Kóreu og hétu því að fella einræðisstjórn Kim vegna mannréttindaglæpa hennar.Samtökin báðu alla brottflutta og útlæga Norður-Kóreumenn að hjálpa til við byggingu nýs Joseon, sem er gamalt konungsríki á Kóreuskaganum.Spænsk yfirvöld hafa sakað Bandaríkjamann, Mexíkóa og Suður-Kóreumann um að hafa komið að árásinni á sendiráðið ásamt sjö öðrum. Það kom í ljós í gær eftir að spænskur dómari svipti hulunni af rannsókn Spánverja. Talið er að árásarmennirnir hafi flúið til Bandaríkjanna eftir árásina. Til stendur að leggja fram framsalsbeiðni.Starfsmaður sendiráðsins segir blaðamönnum að taka ekk imyndir af byggingunni.AP/Bernat ArmangueÍ samtali við Washington Post neitaði talsmaður FBI að segja til um hvort að upplýsingum hefði verið deilt með þeim. Talskona Dómsmálaráðuneytisins vildi þar að auki tjá sig um hvort framsalsbeiðni hefði borist.El País í Madríd segir að búið sé að bera kennsl á sjö af árásarmönnunum tíu. Þá er leiðtogi þeirra sagður heita Adrian Hong Chang. Hann mun vera ríkisborgari Mexíkó en búa í Bandaríkjunum. Spánverjar segja hann hafa haft samband við FBI fimm dögum eftir árásina.Þóttist vera starfsmaður sendiráðsins Dómarinn sem rannsakar málið segir Hong Chang hafa keypt vopn, hlífðargleraugu, vasaljós, fjötra og ýmislegt annað sem notað var til árásarinnar í Madríd. Um klukkan hálf fimm þann 22. febrúar fór Hong Chang til sendiráðsins og bað um að fá að hitta viðskiptafulltrúa, sem hann hafði hitt áður þegar hann þóttist vera viðskiptamaður. Þá segir dómarinn að Hong Chang hafi tekist að hleypa samverkamönnum sínum inn og þeir hafi verið vopnaðir sveðjum, hnífum, bareflum og eftirlíkingum af skotvopnum. Þeir eru þá sagðir hafa barið starfsmenn sendiráðsins og komið þeim í fjötra. Einum starfsmanna sendiráðsins tókst þó að flýja á brott með því að stökkva út um glugga á annarri hæð og sækja hjálp. Þegar lögregluþjóna bar að garði kom Hong Chang sjálfur til dyra klæddur í jakkaföt og með þóttist hann vera starfsmaður sendiráðsins. Hann sagði ekkert óeðlilegt hafa átt sér stað í sendiráðinu. Lögregluþjónarnir yfirgáfu svæðið. Dómarinn segir einnig að árásarmennirnir hafi varið nokkrum klukkustundum í sendiráðinu og þeir hafi meðal annars reynt að fá viðskiptafulltrúann til að ganga til liðs við þá. Að endingu keyrðu flestir árásarmannanna á brott í þremur bílum sem voru í eigu sendiráðsins. Einn þeirra mun hafa farið út bakdyramegin og keyrt á brott í öðrum bíl.
Bandaríkin Norður-Kórea Spánn Mest lesið „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira