May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 27. mars 2019 17:00 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40 Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist ætla að hætta sem forsætisráðherra ef útgöngusáttmálinn við Evrópusambandið verður samþykktur. Það gerir hún til að liðka fyrir stuðningi innan Íhaldsflokksins við sáttmálann. Hún tilkynnti þingflokki Íhaldsflokksins ákvörðun sína nú síðdegis. Nýr leiðtogi og forsætisráðherra gæti þannig tekið við eftir að sáttmálinn hefur verið samþykktur til að leiða Bretland í gegn um seinni hluta Brexit ferlisins. John Bercow, forseti breska þingsins, tilkynnti þá í dag að breskir þingmenn munu greiða atkvæði í kvöld um átta tillögur um hvernig eigi að leiða Brexit ferlið til lykta. Atkvæðagreiðslunni er ætlað að kanna hvort þingmeirihluti sé fyrir einhverri leið til að höggva á Brexit hnútinn. Theresa May, forsætisráðherra, heldur þó ótrauð áfram með útgöngusáttmála sinn sem hefur tvívegis verið felldur í þinginu. Hún hefur gefið í skyn að hún þurfi ekki að fara eftir niðurstöðunni úr atkvæðagreiðslu þingsins. May stefnir á að leggja sáttmálann fram í þriðja sinn þrátt fyrir að þingforsetinn segi það ekki samræmast þingsköpum. Hún er sögð ætla að leggja sáttmálann fram í næstu viku en hún hefur undanfarna daga átt í viðræðum við fulltrúa Norður írska sambandsflokksins og harðlínumenn í Íhaldsflokknum um stuðning við sáttmálann. Nokkrir þingmenn innan Íhaldsflokksins eru sagðir hafa sett það skilyrði að May nefni í staðinn dagsetningu þar sem hún muni stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Tillögurnar sem þingmenn geta greitt um í kvöld eru eftirfarandi:Tillaga B Bretland gengur út úr Evrópusambandinu þann 12 apríl án samnings.Tillaga D Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May á þá vegu að Bretland geti gengið í EFTA þanga til að betra tollafyrirkomulag finnst.Tillaga H Sækja um aðild að EFTA og semja um sérstakar undanþágur vegna norður írsku landamæranna og verslun með landbúnaðarafurðir.Tillaga J Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins.Tillaga K Breyta pólitísku yfirlýsingunni sem fylgir útgöngusáttmála May með það að leiðarljósi að búa til tollasamband milli Bretlands og Evrópusambandsins, að Bretland verði mjög náið innri markaði Evrópusambandsins, njóti svipaðra réttinda og aðrir þegnar ESB. Taka þátt í verkefnum ESB á sviði öryggismála og eiga enn aðild að tilteknum stofnunum sambandsins.Tillaga L Draga til baka 50. grein Lissabon sáttmálans um útgöngu úr Evrópusambandinu. Þetta myndi fresta Brexit ótímabundið.Tillaga M Samþykkja útgöngusáttmála May og leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.Tillaga O Ef að útgöngusáttmálinn verður ekki samþykktur skal semja við Evrópusambandið um greiðslu í sjóði sambandsins gegn óhindraðri verslun á vörum frá Bretlandi til ESB í tvö ár.Fréttin var uppfærð klukkan 17:40
Bretland Brexit Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12