Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 23:32 Asthon Kutcher í réttarsal í dag. Vísir/Getty Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag. Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag.
Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira