Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Birgir Olgeirsson skrifar 29. maí 2019 23:32 Asthon Kutcher í réttarsal í dag. Vísir/Getty Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag. Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Leikarinn Ashton Kutcher greindi kviðdómi í Los Angeles frá því í dag að hann hefði verið við það að tapa sér þegar komst að því að ung kona hefði fundist látin í Hollywood degi eftir að hann hafði boðið henni á stefnumót.Kutcher var boðaður fyrir dóminn sem vitni í máli gegn manni sem hefur verið nefndur „The Hollywood Ripper“, eða „Hollywood Morðinginn“, sem er sakaður um að hafa myrt konuna unga og tvær til viðbótar. Greindi Kutcher frá því að hann hefði farið að íbúðarhúsi tískuhönnunarnemans Ashley Ellerin í Hollywood að kvöldi 22. febrúar árið 2001 eftir að hafa rætt við hana fyrr um daginn í gegnum síma þar sem hann bauð henni á stefnumót. Þegar hann kom að heimili hennar, tveimur klukkustundum eftir símtalið, voru öll ljós kveikt en útidyrahurðin læst. Þegar hann leit inn um gluggann sá hann það sem hann hélt að væru rauðvínsslettur á gólfteppinu.Kutcher bendir kviðdóminum á hvar hann koma að húsinu og leit inn um gluggann.Vísir/Getty„Ég hugsaði ekki meira um það,“ sagði Kutcher í vitnastúkunni. Hann bætti við að hann hefði haldið að mögulega hefði hann klúðrað þessu stefnumóti með því að mæta of seint og Ellerin hefði farið eitthvert annað. Hin 22 ára gamla Ellerin fannst látin á heimili sínu í Hollywood morguninn eftir. Það var herbergisfélagi hennar sem kom að henni látinni en hún hafði verið stungin 47 sinnum að sögn saksóknara. Kutcher, sem í dag er 41 árs, sagði að þegar hann komst að því hvað hefði komið fyrir Ellerin var hann við það að tapa sér þegar hann ræddi við lögregluna því hann vissi að fingraförin hans væru á útidyrahurð heimilis hennar. Maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt hana og tvær til viðbótar heitir Michael Gargiulo en hann er einnig sakaður um tilraun til manndráps.Michael Gargiulo er sakaður um að myrða konuna og tvær til viðbótar.Vísir/EPAGargiulo, 43 ára, var handtekinn árið 2008 og hefur ávallt neitað sök. Er mál hans í dag fyrir æðri dómstól í Los Angeles. Árið 2001 var Kutcher þekktur fyrir leik sinn í gamanþáttunum „That ´70s Show“. Tíu árum síðar var hann ráðinn til að taka við af Charlie Sheen í gamanþáttunum „Two and a Half Men“. Árið 2005 kvæntist hann leikkonunni Demi Moore en skildi við hana átta árum síðar, árið 2013. Hann tók saman við leikkonuna Milu Kunis, sem lék með honum í „That ´70s Show“ og eigu þau saman tvö börn í dag.
Bandaríkin Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira