Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Íslandsmeistara Vals, hefur legið á spítala í tæpan mánuð og gæti misst af fyrstu leikjum Vals í Pepsideildinni í vor.
Þetta kemur fram í viðtali við Kristinn sem birtist á vefsíðunni 433.is í dag.
Kristinn Freyr hefur verið að glíma við meiðsli í hné og átti að fara í einfalda aðgerð 10. desember. Hann fékk hins vegar sýkingu í skurðinn og er enn á spítalanum.
„Ég fæ sýklalyf í æð fjórum sinnum á sólarhring, ég verð eitthvað lengur frá en ég átti von á þegar ég lagðist hérna inn 10. desember. Nú er talað um 4 til 6 mánuði, ég er kappi við tímann við að ná byrjuninni í Pepsi-deildinni. Ástandið er bara óljóst,“ sagði Kristinn við 433.is.
Sýkingin kom vegna bakteríu sem var í líkama Kristins fyrir og má segja það lán í óláni að hún var ekki skæðari því þá gæti hún hafa komið í veg fyrir að hann spilaði fótbolta aftur.
Kristinn þurfti að eyða jólunum og áramótunum á spítalanum, hann fær stundum að skreppa heim á milli gjafa en þarf að vera yfir nótt á spítalanum.
Fyrsti leikur Vals í Pepsideild karla er gegn Víkingi 26. apríl.
Kristinn Freyr gæti misst af fyrstu leikjum Vals
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn