Mikil togstreita hefur myndast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Geir Þorsteinsson hefur unnið hjá KSÍ stærstan hluta starfsævinnar. Hann vill verða formaður Knattspyrnusambands Íslands á ný. Fréttablaðið/Valli Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira
Eftir tvö ár á hliðarlínunni vill Geir Þorsteinsson leiða Knattspyrnusamband Íslands á nýjan leik. Hann býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðna Bergssyni, sem var kjörinn í ársbyrjun 2017 þegar Geir steig til hliðar eftir að hafa verið formaður KSÍ í áratug. Ársþing KSÍ verður haldið 9. febrúar næstkomandi og þá kemur í ljós hver veitir sambandinu forystu næstu tvö árin. „Ég hef fengið töluvert mikla hvatningu. Ég hef starfað innan íslenskrar knattspyrnu allt mitt líf og núna hef ég þessa þörf til að gera nauðsynlegar breytingar til að við getum tekið framförum. Ég veit að ég er maðurinn til að gera það og ég mun reyna að sannfæra aðildarfélögin um það,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir að tíminn í burtu hafi opnað augu sín fyrir breytingum sem þurfi að gera á skipulagi KSÍ. Hann vill festa í lögum KSÍ það sem hann kallar „Deildina“ og starfsemi hennar og segir að saman eigi aðildarfélögin, Deildin og KSÍ að vinna að uppbyggingu íslenskrar knattspyrnu. Geir segir að þetta muni fela í sér mestu kerfisbreytingar í rúmlega 70 ára sögu KSÍ. Gamaldags stjórnunarhættirGuðni Bergsson, formaður KSÍ.Fréttablaðið/Anton Brink„Tíminn í burtu var nauðsynlegur. Minn þankagangur hefði aldrei farið þessa leið hefði ég verið í þessu daglega róti. Þetta er ekkert nýtt. Þetta fyrirkomulag hefur verið lengi við lýði á Norðurlöndunum en við höfum staðið í stað. En við höfum stækkað svo mikið að við þurfum að breyta fyrirkomulaginu,“ sagði Geir. „Vandamálið með íþróttir á Íslandi er að mörgu leyti að þeim er stjórnað með áratugagömlum aðferðum. Flestar breytingar sem hafa verið gerðar á íslenskri knattspyrnu hef ég komið að og leitt.“ Geir segir að rekstur félaganna í landinu sé þungur og það þurfi að efla hann. Auka þurfi veg Íslandsmótsins sem hafi setið aðeins á hakanum í góðæri íslensku landsliðanna. „Við munum byrja að vinna saman aftur og í takt öll hreyfingin. Umfang rekstursins hjá aðildarfélögunum hefur aukist mikið síðustu ár. Þetta er mikill rekstur og það þarf að styrkja hann. Það þarf að markaðssetja Íslandsmótið betur. Félögin þurfa meiri tekjur úr þessari átt,“ sagði Geir. Eiga ekki að standa fyrir utan„Við getum stigið skref strax á næsta ári en við við þurfum að gera heildarlagabreytingar til að deildasamtökin verði raunverulegur hluti af KSÍ en ekki afl sem stendur fyrir utan hreyfinguna. Það hefur orðið til þess að alltof mikil togstreita hefur myndast. Einingin hefur raskast.“ Helsta kosningamál sitjandi formanns, Guðna Bergssonar, var að ráða yfirmann knattspyrnumála hjá KSÍ. Það hefur hins vegar ekki enn gerst. Geir segir að fara verði að vilja aðildarfélaga KSÍ í þessu máli. Þarf að vera í sátt við félöginGuðni Bergsson og Erik Hamrén.vísir/getty„Aðildarfélögin hafa ekki kallað eftir þessu. Það skiptir gríðarlega miklu máli að forysta KSÍ gangi í takt við aðildarfélögin. Ef það á að fara í svona breytingar þarf það að vera í sátt við aðildarfélögin.“ Geir starfaði um langt árabil hjá KSÍ og er öllum hnútum kunnugur á bæ. Hann var lengi framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands og var svo kjörinn formaður þess 2007. Því starfi gegndi hann til 2017. Hann kveðst stoltur af sínum verkum fyrir KSÍ og segir að hann geti haldið áfram að láta gott af sér leiða. „Það er eins og sagt er við mig erlendis, en ekki kannski hér á landi, að það sem íslensk knattspyrna gerði undir minni stjórn það var einsdæmi í heiminum. Ég mun reyna að gera þetta af sama krafti og myndugleik og síðast,“ sagði Geir. Hann hefur fulla trú á sigri í formannskjörinu. „Ég er alltaf sigurviss. Mér finnst við alltaf geta unnið þegar við förum í landsleiki. Þetta er eitthvað í mínum karakter; ég tel alltaf möguleika á sigri.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjá meira