„Engin spurning“ að Trump sé rasisti að mati þingmannsins unga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. janúar 2019 16:30 Alexandria Ocasio-Cortez hefur komið inn sem stormsveipur í stjórnmálin í Bandaríkjunum. Getty/Cheriss May Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Alexandria Ocasio-Cortez, nýr þingmaður Demókrata og ein helsta vonarstjarna flokksins segir að það sé „engin spurning“ að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sé rasisti. Þetta kom fram í viðtali Ocasio-Cortez í 60 mínútum sem birt var í gær. Hin 29 ára gamla Ocasio-Cortez er yngsta konan sem kjörin hefur verið á Bandaríkjaþing. Gefur hún sig út fyrir að vera róttækur vinstri sinni og hefur hún heldur betur hrist upp í þinginu frá því að hún tók sæti í síðustu viku. Í viðtalinu var hún spurð að því hvort hún teldi Trump forseta vera kynþáttahatara. „Já, engin spurning,“ svaraði Ocasio-Cortez áður en hún hélt áfram. „Þegar þú skoðar orðin sem hann notar, sem sögulega séð eru einskonar kallmerki hvítra þjóðernissinna, þegar þú skoðar hvernig hann brást við atvikinu í Charlottesville, þar sem nýnasistar myrtu konu og berð það svo saman við hvernig hann býr til vandamál eins og við landamærin þar sem innflytjendur óska eftir hæli á löglegan hátt. Munurinn er eins og munurinn á degi og nóttu,“ sagði Ocasio CortezRepúblikanar og aðrir sem eru mótfallnir því sem Ocasio-Cortez segist standa fyrir hafa reynt að koma höggi á hana frá því að ljóst var að hún hefði náð kjöri á þing. Hefur hún verið kölluð róttæklingur og öfgamaður en hún segist stolt af því að vera kallaður róttæklingur. „Þeir einu sem hafa breytt heiminum hafa verið róttæklingar,“ sagði Cortez sem meðal annars hefur lagt til að settur verði 70 prósent skattur á hæstu tekjur einstaklinga í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez dansandi á háskólaárum sínum fór í dreifingu á netinu en hlaut önnur viðbrögð en ætlunin virðist hafa verið. 4. janúar 2019 10:58
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. 4. janúar 2019 18:58