Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 10:58 Ocasio-Cortez dansaði við lagið Lisztomania með hljómsveitinni Phoenix. Skjáskot/Youtube Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38