Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 10:58 Ocasio-Cortez dansaði við lagið Lisztomania með hljómsveitinni Phoenix. Skjáskot/Youtube Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38