Tilraun til að smána yngstu þingkonuna misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 10:58 Ocasio-Cortez dansaði við lagið Lisztomania með hljómsveitinni Phoenix. Skjáskot/Youtube Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019 Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Myndband af Alexandríu Ocasio-Cortez, yngstu konunni til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem bandarískir hægrimenn dreifðu á samfélagsmiðlum til að gera lítið úr henni virðist hafa haft þveröfug áhrif. Netverjar hafa þvert á móti lofað þingkonuna sem ferskan blæ á þingi. Ocasio-Cortez er 29 ára gömul og þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða. Þannig styður hún til dæmis opinbera heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. Öllum að óvörum felldi hún reyndan þingmann demókrata í forvali flokksins í New York síðasta sumar. Hún náði svo kjöri á Bandaríkjaþing í kosningunum í byrjun nóvember. Síðan þá hefur Ocasio-Cortez fengið mikla athygli og sankað að sér fylgjendum á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna sem finna henni flest til foráttu. Einhver þeirra birti myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþakki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. „Hér er uppáhaldskommi og besservisser Bandaríkjanna að láta eins og glórulausi grasasninn sem hún er,“ tísti notandinn sem eyddi síðar reikningi sínum.Repúblikanar bauluðu á hana við þingsetningunaThe Guardian segir að myndbandið hafi verið hluti af lengri upptöku þar sem þingkonan og félagar hennar við Boston-háskóla gerðu á sínum tíma. Dansinn var úr kvikmyndinni Morgunverðarklúbbnum [e. Breakfast Club]. Ef ætlunin var að gera lítið úr Ocasio-Cortez varð útkoman önnur. Fjöldi netverja lýsti þvert á móti aðdáun sinni á danshæfileikum og líflegheitum ungu konunnar. Ally Sheedy, ein leikaranna úr Morgunverðarklúbbinum tísti meðal annars: „Ég elska þetta #liðAOC“ og vísaði til skammstöfunar nafns þingkonunnar. Ocasio-Cortez tók sæti sitt á Bandaríkjaþingi í gær og virðist það ekki hafa fallið í kramið á öllum. Nokkrir repúblikanar virtust þannig baula þegar hún greiddi Nancy Pelosi atkvæði til forseta fulltrúardeildarinnar. „Ekki hata mig vegna þess að þið eruð ekki ég, félagar,“ tísti hún.Over 200 members voted for Nancy Pelosi today, yet the GOP only booed one: me.Don't hate me cause you ain't me, fellas https://t.co/kLor9A0TWa— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) January 4, 2019
Bandaríkin Tengdar fréttir Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Samkynhneigð kona af frumbyggjaættum, múslimakonur og opinskátt samkynhneigður karlmaður voru á meðal þeirra frambjóðenda sem skráðu nöfn sín í sögubækurnar í kosningunum í Bandaríkjunum í gær. 7. nóvember 2018 12:38
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent