Erlent

Svarar smánunartilraun hægrimanna með fleiri danssporum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ocasio-Cortez steig dans fyrir utan nýja skrifstofu sína í þinghúsinu.
Ocasio-Cortez steig dans fyrir utan nýja skrifstofu sína í þinghúsinu. Skjáskot/Twitter
Alexandria Ocasio-Cortez, yngsta konan sem tekið hefur sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, svaraði í dag myndbandi sem bandarískir hægrimenn deildu í tilraun til að lítillæka hana. Í myndbandinu sást Ocasio-Cortez dansa á húsþaki á háskólaárum sínum.

Þingkonan unga ákvað að besta svarið væri fólgið í fleiri danssporum. Hún birti í dag myndband á Twitter-reikningi sínum þar sem hún sést dansa fyrir framan nýja skrifstofu sína í þinghúsinu. Undir dansinum hljómar lagið War með Edwin Starr.

„Ég heyrði að repúblikönum þættu dansandi konur hneykslanlegar. Bíðið þangað til þeir átta sig á því að þingkonur dansa líka!“ skrifaði Cortez við myndbandið sem nálgast má hér að neðan.

Ocasio-Cortez tók sæti á Bandaríkjaþingi í gær. Hún er 29 ára gömul, þykir vinstrisinnuð á bandarískan mælikvarða og hefur því orðið skotspónn repúblikana og annarra hægrimanna.

Í gær birti einhver þeirra myndband af Ocasio-Cortez dansandi á húsþaki á háskólaárunum sínum á Twitter-síðu sem var kennd við hægrisamsæriskenninguna Qanon í gær. Svar Ocazio-Cortez við umræðu hægrimanna um myndbandið virðist almennt hafa vakið mikla lukku meðal netverja, líkt og sjá má hér að neðan.


Tengdar fréttir

Sósíalisti sópaði vonarstjörnu

Hinn þaulsetni Joe Crowley, sem margir bjuggust við að myndi taka við sem leiðtogi Demókrataflokksins í öldungadeild Bandaríkjaþings, hlaut ekki endurkjör í kosningum flokksins í New York-ríki í gærkvöldi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.