Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 30. júní 2019 07:32 Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna, sem kallað er á ensku Demilitarized Zone eða DMZ, og skilur norður- og suðurhluta Kóreu að. BBC greinir frá. Fundur leiðtoganna er ekki sá fyrsti en þeir hafa áður fundað í Singapúr í júnímánuði árið 2018 og rúmlega hálfu ári seinna í Hanoi í Víetnam í febrúar á þessu ári. Nú hittast þeir á heimaslóðum Kim Jong-un og fóru þeir stuttlega yfir landamæri Norður-Kóreu. Með því varð Donald Trump fyrsti Bandaríkjaforsetinn til þess að fara yfir landamærin til Norður-Kóreu eftir að hafa heimsótt landamærasvæðið. Fjórir aðrir forsetar hafa þó heimsótt landamærasvæðið, þeir Barack Obama, George W. Bush, Bill Clinton og Ronald Reagan.Watch the historic moment that #Trump walks into N Korean territory with Kim#DMZ#TrumpKimSummitpic.twitter.com/QnqBuSU59F — Press TV (@PressTV) June 30, 2019 Ekki er vitað hvert efni fundar þeirra verður en síðasta fundi þeirra í febrúar var óvænt slitið og varð ekkert af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Sagði Trump fundinn þó hafa verið árangursríkan en þeir hafi sammælst um að „það væri ekki gott að undirrita eitthvað“ á þeim tímapunkti. Spekingar segja fundinn gefa vonir um alvöru áframhaldandi viðræður ríkjanna um kjarnorkuafvopnun á meðan aðrir afskrifa hann sem pólitískt leikhús. Eitt er þó víst að Bandaríkjaforseti fékk ósk sína um að taka í höndina á leiðtoganum á landamærasvæðinu uppfyllta.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42 Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39 Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Trump heldur að Kim valdi sér ekki vonbrigðum Fréttir hafa borist af því að Norður-Kórea byggi aftur upp eldflaugastöð sína. Trump Bandaríkjaforseti segist verða fyrir vonbrigðum með Kim Jong-un reynist það rétt en að hann trúi ekki að það gerist. 7. mars 2019 07:42
Hætta meiriháttar heræfingum til að liðka fyrir samskiptum Varnarmálaráðherrar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sammæltust um að hætta æfingunum til að styðja við tilraunir til að ná fram algerri afkjarnavopnun Kóreuskagans. 3. mars 2019 09:39
Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Norðurkóreskir ríkisfjölmiðlar segja að Bandaríkjunum sé almennt kennt um árangursleysi í leiðtogaviðræðum. Segja Japana reyna að spilla viðræðum. Þeir séu með svört hjörtu og eins og dvergar sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum. 9. mars 2019 08:45