Kenna Bandaríkjunum um og skamma Japana fyrir afskipti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. mars 2019 08:45 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega á sama máli og ríkismiðlarnir. Nordicphotos/AFP Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkismiðlar í einræðisríkinu Norður-Kóreu fjölluðu í gær um hinn árangurslausa leiðtogafund sem Kim Jong-un einræðisherra og Donald Trump Bandaríkjaforseti áttu í Hanoi í síðustu viku. Vonir stóðu til þess að þeir myndu undirrita yfirlýsingu um kjarnorkuafvopnun Asíuríkisins en af því varð ekki þar sem Bandaríkjamenn vildu ekki fallast á kröfu Norður-Kóreumanna um afléttingu viðskiptaþvingana. Samkvæmt suðurkóreskum greinendum eru þvinganirnar við það að knésetja hagkerfi ríkisins algjörlega. „Almenningur, bæði hér heima og utanlands, vonaðist til að þessi annar leiðtogafundur Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna í Hanoi bæri árangur en varð fyrir vonbrigðum og kennir Bandaríkjunum um hinn árangurslausa leiðtogafund,“ sagði í dagblaðinu Rodong Sinmun. Dagblaðið sagði svo frá því að Japanar væru að reyna að reka fleyg á milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. „Einungis afturhaldsseggirnir í Japan hafa tekið meinfýsna afstöðu í málinu og fagna árangursleysinu eins og um góðar fréttir hafi verið að ræða,“ skrifaði blaðamaður og hélt áfram: „Markmið Japana er, í örvæntingu þeirra, að spilla sambandi Norður-Kóreu og Bandaríkjanna vegna þess að þeir hafa verið skildir út undan í viðræðunum um frið á Kóreuskaga og í heimshlutanum. Þeir eru fyrirlitlegir, rétt eins og þeir sem verðskulda löðrung.“ Þá var vikið að hinum „ósvífna“ Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans. Hann sagður reyna á sama tíma að fá Norður-Kóreumenn til friðarviðræðna við sig. „Japanar hafa framið of marga glæpi til þess að við getum tekist á við þá. Það hefst ekkert upp úr því að eiga í viðræðum við dverga sem hanga í skottinu á Bandaríkjamönnum.“ Japanar voru í þokkabót sagðir með „svört hjörtu“ og ættu að reiða miskabætur af hendi fyrir „fyrri glæpi og gefast upp á þeim draumi sínum að verða hernaðarrisi“. „Örlög hins yfirgefna Japans eru að bíða eftir því að ríkið heyri sögunni til,“ sagði svo enn fremur. Þessi harðnandi afstaða einræðisríkisins birtist sömuleiðis í frétt um sameiginlegar svonefndar Dong Maeng hernaðaræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna sem standa nú yfir, eftir að Bandaríkin tilkynntu um að æfingum sem kallaðar hafa verið Key Resolve og Foal Eagle hefði verið aflýst. „Þessar aðgerðir […] eru gróft brot gegn sameiginlegri yfirlýsingu Alþýðulýðveldisins og Bandaríkjanna og yfirlýsingum suðurs og norðurs,“ sagði í Rodong Sinmun.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Japan Norður-Kórea Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent