Óskar Hrafn: Voru sjálfum sér og félaginu til sóma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:37 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira