Óskar Hrafn: Voru sjálfum sér og félaginu til sóma Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:37 Óskar Hrafn Þorvaldsson er þjálfari Gróttu VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu var svekktur með tap sinna manna en var mjög stoltur með sitt lið eftir flotta frammistöðu. „Ég er fyrst og fremst stoltur af liðinu mínu. Við töluðum um það fyrir leik að vera bara við í dag og gera það sem við höfum verið að gera undanfarna 18 mánuði og ekki fara á taugum á stóra sviðinu gegn frábæru Fylkisliði í beinni útsendingu og þeir gerðu það svo sannarlega ekki og voru frábærir frá fyrstu mínútu alveg til enda.” Hann hafði engar áhyggjur af sínum mönnum þrátt fyrir mistökin sem þeir gerðu þegar þeir gáfu Fylki jöfnunarmarkið. „Nei, við höfum gert þessi mistök svo oft að það var engin hætta á því að menn myndu fara á taugum. Það var kannski meira eftir annað markið þar sem okkur fannst illa að okkur vegið með meiddan mann inn á vellinum en við svöruðum því vel.” „Ég segi líka að það er ekkert mál fyrir okkur að fá svona mörk á okkur, þetta er það sem við erum að gera. Óhjákvæmilega fylgir því að við gerum mistök og við borgum glaðir gjald í formi marka einstaka sinnum í stað þessa fínu samleikskafla sem við eigum í báðum hálfleikjum.” Óskar sagði að þessi frammistaða gegn liði í deild fyrir ofan sé klárlega jákvæð teikn fyrir sumarið en liðið er nýliði í Inkasso-deildinni. „Já hún er það. Kannski bara sérstaklega að leikmenn voru þeir sjálfir. Þeir voru hugrakkir, með kassann úti allan tímann en á sama tíma vitum við að við fáum ekkert fyrir það í Ólafsvík á sunnudaginn.” „Það er nýr leikur á móti erfiðum andstæðingum sem er vel skipulagt lið en auðvitað er betra að standa sig vel. Sama hver horfði á þennan leik þá sáu menn að liðið var gott og þeir voru sér og félaginu til sóma.” Óskar var að lokum spurður út í markmið sumarsins, hvort það væri eitthvað ákveðið sæti eða hvort að það væri frammistaðan sem skipti öllu. „Við viljum spila flottan bolta, vera við sjálfir og vera betri í því. Fækka mistökunum að sjálfsögðu og svo vonandi koma góðir hlutir út úr því. Við viljum festa Gróttu í sessi sem Inkasso lið og liðið á best 10.sæti og sagan er kannski ekki með okkur en við viljum skrifa nýja sögu,” sagði Óskar að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Sjá meira