Enn ekkert fast í hendi um stuðning Trump við útgjaldafrumvörp Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2019 16:07 Hægrisinnaðir fjölmiðlamenn voru taldir hafa haft mikil áhrif á ákvörðun Trump um að loka alríkisstofunum til að knýja á um fjárveitingu til landamæramúrsins. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings ætlar sér að greiða atkvæði um útgjaldafrumvörp sem myndu koma í veg fyrir aðra lokun alríkisstofnana eftir morgundaginn. Ekkert liggur þó enn fyrir um hvort að Donald Trump forseti muni staðfesta frumvörpin sem lög. Hvíta húsið hefur hefur sett sig í samband við hægrisinnaða fjölmiðlamenn til að fá þá til að gagnrýna ekki frumvörpin. Samkomulag sem leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð um útgjaldafrumvörp til að halda um fjórðungi alríkisstofnana opnum þegar núverandi fjárheimildir renna út á morgun felur aðeins í sér brot af þeim fjármunum sem Trump krefst í landamæramúr sinn. Trump hótaði að skrifa ekki undir sambærileg útgjaldafrumvörp rétt fyrir jól og hélt alríkisstofnunum lokuðum í 35 daga til að knýja á um fjárveitingu í múrinn. Ákvörðun forsetans um að leggjast gegn frumvörpunum var meðal annars rekin til harðrar gagnrýni frá fjölmiðlungum yst af hægri væng bandarískra stjórnmála. Til að koma í veg fyrir að sú saga endurtaki sig hefur Hvíta húsið haft samband við að minnsta kosti tvo þáttastjórnendur á Fox News-sjónvarpsstöðinni sem Trump horfir á löngum stundum. New York Times segir að skilaboðin til þeirra hafi verið þau að Trump ætti stuðnings þeirra enn skilinn vegna þess að hann hafi náð fram eftirgjöf frá demókrötum sem ekki hefði fengist án lokunar alríkisstofnana í desember og janúar. Sömu skilaboð hafa verið send harðlínumönnum í Repúblikanaflokknum í fulltrúadeild þingsins. Hvíta húsið hefur beðið svonefndan Frelsisþingflokk [e. Freedom Caucus] um að tóna niður gagnrýni sína í sjónvarpsviðtölum.Valkostir sem „fólk skilur ekki“Reuters-fréttastofan segir að fulltrúadeildin, þar sem demókratar eru með meirihluta, greiði atkvæði um frumvörpin í dag. Þau myndu fjármagna rekstur ríkisstofnanna út þetta fjárlagaár sem lýkur 30. september. Trump hefur sagt að hann þurfi að sjá endanleg frumvörpin áður en hann tekur afstöðu til þess hvort að hann skrifi undir þau. Ráðgjafar forsetans hafa reynt að fegra stöðuna fyrir hann og sagt að útgjaldafrumvörpin nú verði ekki síðasta orðið um fjárveitingar til múrsins. Forsetinn geti fært til fjármuni og ráðstafað í múrinn og jafnvel lýst yfir neyðarástandi á landamærunum til að komast yfir enn frekari fjárheimildir án þess að þurfa samþykki þingsins. Margir repúblikanar eru þó andvígir þeirri hugmynd sem myndi vafalaust enda fyrir dómstólum. „Við höfum valkosti sem flest fólk skilur í raun og veru ekki,“ sagði Trump í gær.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira