Eistar á bremsunni með hugmynd um lengstu lestargöng heims Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 23:30 Göngin yrðu alls um 103 kílómetrar að lengd. Mynd/Finest Bay Development Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra. Eistland Finnland Kína Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira
Yfirvöld í Eistlandi vilja fá nánari upplýsingar um fjármögnum og viðskiptaáætlun lengstu lestarganga heims sem fyrirhuguð eru og eiga að tengja saman Eistland og Finnland, áður en þau gefa grænt ljós á framkvæmdina og nánari undirbúning hennar. Göngin eiga að liggja undir Eystrasaltið og tengja saman Helsinki og Tallín, höfuðborgir ríkjanna tveggja. Alls er áætlað að göngin verði yfir 100 kílómetrar að lengd, sem myndi gera þau umtalsvert lengri en Gotthard-göngin í Sviss, sem eru efst á lista yfir lengstu lestargöng í heiminum, 57 kílómetra löng. Verkefnið er hugarfóstur finnska frumkvöðulsins Peter Vesterbacka sem starfaði hjá Rovio-leikjafyrirtækinu sem framleiddi Angry Birds tölvuleikinn vinsæla. Fyrr á árinu var tilkynnt að búið væri að tryggja fjármögnun jarðgangagerðarinnar að fullu, alls 15 milljarða evra, um tvö þúsund milljarða króna, frá kínverska fjárfestingasjóðnum China’s Touchstone Capital Partners.Þróunaraðilar hafa háleitar hugmyndir um framtíð svæðisins sem göngin eiga að liggja um, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.Yfirvöld í Eistlandi telja sig þó þurfa ítarlegri upplýsingar um verkefnið áður en að hægt verði að samþykkkja það af hálfu Eista. „Við þurfum nánari upplýsingar um hvaðan peningarnir munu koma og hversu háa fjárhæð er verið að tala um,“ sagði Taavi Aas, fjármálaráðherra Eistlands í viðtali við Bloomberg. „Er hægt að tryggja að verkefnið verði klárað fari það af stað? Við höfum ekki fengið skýr svör frá þróunaraðilunum um hversu margir farþegar er áætlað að muni ferðast um göngin,“ bætti hann við.Ekki ný hugmynd Hugmyndir um göng undir Eystrasaltið til að tengja höfuðborgirnar tvær saman eru ekki nýjar af nálinni. Þannig kom fram í fýsileikakönnun sem yfirvöld í Finnlandi og Eistlandi létu nýverið gera að slík göng gætu verið arðbær svo lengi sem Evrópusambandið myndi dekka 40 prósent af kostnaði við framkvæmdir á bilinu 13-20 milljarða evra, um 1.800-2.800 milljarða króna. Ekki er þó gert ráð fyrir aðkomu ESB í þeirri tillögu sem Eistar krefjast nú meiri upplýsinga um, enda yrði um einkaframkvæmd að ræða. Í bréfi til þróunaraðila verkefnisins frá Jaak Aab, ráðherra í ríkisstjórn Eistlands, kom meðal annars fram að ríkisstjórnin teldi ekki raunhæft að hægt væri að opna göngin árið 2024 eins og þróunaraðilar stefna að. Í fýsileikakönnuninni sem Eistar og Finnar létu gera á síðasta ári kom fram að jarðgangagerðin tæki 15 ár. Finnska ríkisstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til verkefnisins og það er ekki á stefnuskrá hennar að sögn skrifstofustjóra hjá finnska samgönguráðuneytinu. Þó hafi óformlegar viðræður við yfirvöld í Eistlandi átt sér stað. Talsmaður þróunaraðila segir að unnið sé að því að afla þeirra upplýsinga sem eistnesk yfirvöld hafa krafist. Í samtali við Bloomberg segir Aab þó að verkefnið krefjist aðkomu yfirvalda í löndunum tveimur, jafn vel þótt að þróunaraðilarnir kæri sig ekki um aðstoð þeirra.
Eistland Finnland Kína Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Sjá meira