Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 22:15 Indverjar fylgdust spenntir með fréttum af dómi Hæstaréttar landsins fyrr í dag. Getty Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira