Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 22:15 Indverjar fylgdust spenntir með fréttum af dómi Hæstaréttar landsins fyrr í dag. Getty Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent