Erlent

Trump hótar að loka landamærunum

Andri Eysteinsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Cory Morse
Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. AP greinir frá.

Forsetinn greindi fréttamönnum frá þessum áformum í Flórída í dag. Trump greindi einnig frá þessu í færslum á Twitter síðu sinni. Forsetinn sagði í færslum sínum að Mexíkó græddi yfir 100 milljarða dala á kostnað Bandaríkjanna á ári hverju. Ef Mexíkó stöðvaði ekki innflytjendur til Bandaríkjanna myndi hann loka landamærunum. Forsetinn sagði það auðvelt fyrir Mexíkó sem taki frekar pening frá Bandaríkjunum og „tali.“

Trump sagði fréttamönnum að lokunin myndi einnig eiga við um öll viðskipti við Mexíkó. „Við munum loka landamærunum í langan tíma. Ég er ekkert að grínast“ sagði Trump.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×