Brexit-laus útgöngudagsetning Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2019 06:00 Mörg eru ósátt við töfina og minna á atkvæðagreiðsluna. Nordicphotos/AFP Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Bretar hefðu gengið út úr Evrópusambandinu (ESB) í dag samkvæmt upphaflegum útgöngudegi. Það hefur hins vegar ekki gengið eftir en ferlið hefur verið þyrnum stráð að undanförnu. Staðan er afar óljós og í rauninni ómögulegt að segja til um hvað koma skal. Bretar þurfa að taka ákvörðun um framhaldið fyrir 12. apríl. Samkvæmt breskum miðlum vill Theresa May forsætisráðherra láta reyna á það í þriðja skipti að ná meirihluta þingmanna utan um útgöngusamninginn sem hún hefur gert við ESB. Í fyrstu atkvæðagreiðslu var samningurinn felldur með sögulegum mun. Saman dró í annarri atkvæðagreiðslu en munurinn var þó mikill, 149 atkvæði. Þingmenn tóku völdin í Brexit-málinu fyrr í vikunni. Á miðvikudagskvöld greiddu þeir atkvæði um átta tillögur um framhaldið, aðrar en samning May. Þar á meðal voru tillögur um aðild að EFTA, tollabandalagi ESB, aflýsingu Brexit, þjóðaratkvæðagreiðslu um samning May og samningslausa útgöngu. Hver einasta tillaga var felld. Minnsti munurinn var í atkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild að tollabandalaginu. Hún var felld með 272 atkvæðum gegn 264. Þótt lengi hafi verið rætt um að pattstaða sé komin upp í málinu á sú lýsing ef til vill betur við nú en nokkru sinni fyrr. Framkvæmdastjórn ESB sagði í gær að ef breska þingið kæmist ekki að samkomulagi í vikunni yrði Brexit ekki frestað lengur en til 12. apríl. Útgangan yrði því í raun samningslaus. „Við sáum átta „nei“ í gærkvöldi. Núna þurfum við að sjá eitthvert „já“ um framhaldið.“Forsætisráðherra Bretlands á leið úr þinginu á miðvikudag. Fréttablaðið/AFPÍ von um að koma samningi sínum í gegnum þingið hefur May lofað að segja af sér ef samningurinn verður samþykktur. Vonast þar með til þess að persónuleg óvild þingmanna úr eigin flokki í hennar garð dugi til að fá þá til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Þetta loforð og fyrrnefnd pattstaða virðist hafa borið nokkurn árangur. Jacob Rees-Mogg, einn leiðtoga hörðustu Brexit-sinnanna innan Íhaldsflokksins, greiddi atkvæði gegn samningnum í fyrstu tvö skiptin. Í gær sagðist hann ætla að styðja plaggið. „Samningurinn varð ekkert skyndilega betri. Hinir valkostirnir eru einfaldlega verri. Ég styð samninginn og vona að DUP taki sömu ákvörðun. Við þurfum að bíða og sjá hvað þau gera.“ Og þar virðist helsti vandi May liggja þessa stundina. Þótt ósáttir Íhaldsmenn séu margir hverjir komnir með henni í lið dugar það ekki til. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins reiðir sig á stuðning DUP, eða Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírsks smáflokks. DUP hefur greitt atkvæði gegn samningnum í bæði skipti. Afstaða flokksins grundvallast einkum á andstöðu við svokallaða varúðarráðstöfun um fyrirkomulag landamæra Írlands og Norður-Írlands, eða Bretlands. Ráðstöfunin felur í sér að Norður-Írar þurfi að fara að stærri hluta regluverks ESB en restin af Bretlandi og við þá uppskiptingu geta DUP-liðar ekki sætt sig. Dagskrá þingsins í dag lá ekki fyrir þegar fréttin var skrifuð. Þingflokksformaður Íhaldsflokks sagðist ætla að leggja fram tillögu um Brexit fyrir daginn í dag. John Bercow þingforseti hefur áður neitað því að heimila atkvæðagreiðslu um samninginn ef hann er í sömu mynd og áður var felld.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00 May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00 Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Brexit sáttmálinn aftur fyrir þingið á morgun Forseti breska þingsins hefur heimilað ríkisstjórninni að leggja fram útgöngusáttmálann við Evrópusambandið í þriðja sinn. 28. mars 2019 19:00
May segist ætla að hætta ef Brexit samningurinn verður samþykktur Þingið samþykkti á mánudag að fara sínar eigin liðir í Brexit málum. 27. mars 2019 17:00
Allar tillögur þingmanna um hvernig leiða megi Brexit til lykta felldar Breska þingið samþykkti í kvöld að fresta útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna greiddi atkvæði með frestuninni. Átta tillögur um hvernig leiða eigi Brexit-ferlið til lykta voru hins vegar felldar. 27. mars 2019 22:28