Fjögurra mánaða réttarhöld á enda og dómur væntanlegur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2019 06:15 Þessir spænsku hæstaréttardómarar þurfa nú að taka ákvörðun um dóm í málinu. Nordicphotos/AFP Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Sjá meira
Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30
Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15
SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00