Erlent

Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Carles Puigdemont fær að bjóða sig fram.
Carles Puigdemont fær að bjóða sig fram. Nordicphotos/Getty

Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. Svo úrskurðaði dómstóll í Madríd í gær og ógilti fyrri ákvörðun landskjörstjórnar.

Úrskurðurinn nær líka til þeirra Clara Ponsatí, fyrrverandi menntamálaráðherra, nú í útlegð í Skotlandi, og Antoni Comín, fyrrverandi heilbrigðismálaráðherra og nú í útlegð í Belgíu.

Landskjörstjórn meinaði þessum katalónsku lýðveldissinnum að bjóða sig fram eftir að Lýðflokkurinn og Borgaraflokkurinn í Katalóníu kvörtuðu. Lýðflokkurinn segist munu áfrýja úrskurðinum.

Óljóst er hvort útlagarnir geti yfirhöfuð tekið sæti á Evrópuþinginu, nái þeir kjöri. Í nýrri skýrslu lögfræðisviðs Evrópuþingsins kemur fram að nái Puigdemont kjöri muni hann þurfa að fara til Madríd til að sverja Spáni hollustueið. Það gæti reynst flókið því hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn á Spáni.

Réttarhöldin yfir þeim tólf Katalónum sem ekki eru í útlegð héldu áfram í gær. Líkt og útlagarnir eru tólfmenningarnir sakaðir um uppreisn, uppreisnaráróður og aðra glæpi í tengslum við sjálfstæðis­atkvæðagreiðslu haustsins 2017.

Xavier Trias, borgarstjóri Barcelona frá 2011 til 2015, mætti í skýrslutöku í gær og sagðist ekki hafa orðið var við að nokkur kjósandi hefði beitt ofbeldi á kjördag eða í kosningabaráttunni, líkt og sækjendur hafa haldið fram. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.