Fjögurra mánaða réttarhöld á enda og dómur væntanlegur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. júní 2019 06:15 Þessir spænsku hæstaréttardómarar þurfa nú að taka ákvörðun um dóm í málinu. Nordicphotos/AFP Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Réttarhöldum yfir tólf leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar fyrir hæstarétti í Madríd, höfuðborg Spánar, lauk í gær. Dóms er að vænta á næstu mánuðum, hvort sem það verður síðla sumars eða í haust. Sækjendurnir þrír í málinu, ríkissaksóknari, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn íhaldsöfgaflokksins Vox, hafa reynt að sýna fram á að Katalónarnir hafi brotið lög í kringum sjálfstæðisatkvæðagreiðslu og -yfirlýsingu héraðsins haustið 2017. Réttarhöldin hafa verið afar umfangsmikil. Mikill fjöldi vitna hefur verið kallaður til undanfarna fjóra mánuði og myndbandsupptökur af kjördegi og mótmælum í kringum hann spilaðar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst vægustu dómanna og sakar níu af tólf ákærðu um uppreisnaráróður. Í miðjunni er ríkissaksóknarinn sem sakar níu af tólf um uppreisn og Vox krefst þyngstu dómanna, fyrir bæði uppreisn og skipulagða glæpastarfsemi. Í lokaræðum sínum héldu sækjendur fram þessum ásökunum. Þyngstra dóma er krafist yfir Oriol Junqueras, hinum nýkjörna þingmanni, Evrópuþingmanni og fyrrverandi varaforseta héraðsstjórnarinnar. Saksóknari dómsmálaráðuneytisins krefst tólf ára, ríkissaksóknari 25 ára og Vox 74 ára. Samkvæmt greiningu katalónska miðilsins El Nacional er helst búist við því að horft verði til málflutnings ríkissaksóknara er dómarar íhuga dóm sinn. Sækjendur hafa, og lýstu því í lokaræðum sínum, einbeitt sér að því að sýna fram á að Katalónarnir hafi sýnt stjórnarskrá Spánar lítilsvirðingu og skapað aðstæður sem leiddu til þess að þúsundum Katalóna lenti saman við lögreglu. Verjendur hafa ítrekað sagt að réttarhöldin séu pólitísk og snúist í raun um sjónarmið sakborninga, ekki gjörðir þeirra. Samkvæmt spænska blaðinu El País hafa verjendur hins vegar gengist við vægasta ákæruliðnum, um að sakborningar hafi óhlýðnast tilmælum stjórnvalda. Helsti ásteytingarsteinninn, þá einkum á milli verjenda og ríkissaksóknara, hefur hins vegar verið spurningin um ofbeldi. Það er að segja hvort Katalónarnir hafi beitt eða hvatt til ofbeldis í kringum atkvæðagreiðsluna. Ofbeldi er forsenda þess að hægt sé að dæma nokkurn fyrir uppreisn. Ríkissaksóknari hefur haldið því fram að án ofbeldis hefðu ákærðu ekki getað náð markmiði sínu á meðan saksóknari dómsmálaráðuneytisins segir ofbeldi ekki hafa verið stóran hluta af áætlun ákærðu né hafi það náð því marki að það hafi haft teljandi áhrif. Verjendur hafa hins vegar sagt spænsku lögregluna eina aðilann sem beitti ofbeldi á þessum tíma. Heilbrigðisyfirvöld í héraðinu hafa áður greint frá því að hundruð Katalóna hafi slasast við aðgerðir lögreglu á kjördag og leiðtogar og stjórnmálamenn víða um heim gagnrýndu spænsku lögregluna á þeim tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30 Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15 SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Segir aðgerðir Spánar skandal fyrir lýðræðið Oriol Junqueras, nýkjörinn spænskur og Evrópuþingmaður og fyrrverandi varaforseti Katalóníu, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé andlýðræðislegt að hann hafi verið sendur í leyfi frá þingstörfum gegn vilja sínum. 29. maí 2019 06:30
Puigdemont og aðrir útlagar mega bjóða sig fram til Evrópuþings Carles Puigdemont, áður forseti Katalóníuhéraðs á Spáni og nú í sjálfskipaðri útlegð í Belgíu, má bjóða sig fram til Evrópuþingsins í kosningum 26. maí. 7. maí 2019 06:15
SÞ vilja Katalóna úr haldi Gæsluvarðhald yfir þremur katalónskum sjálfstæðissinnum á Spáni, sem ákærðir eru fyrir uppreisn, er gerræðislegt og því ætti að leysa þá úr haldi. 30. maí 2019 08:00