Fyrir 34 árum vígðu þeir fyrsta gervigrasið á Íslandi en í kvöld komast þeir „loksins“ í beina á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 13:30 Steve Foster var áberandi á vellinum með þykka hvíta hárbandið sitt. Hann spilaði á gervigrasinu í Laugardal fyrir að verða 35 árum síðan. Getty/Bob Thomas Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985 Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira
Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985
Enski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Sjá meira