Fyrir 34 árum vígðu þeir fyrsta gervigrasið á Íslandi en í kvöld komast þeir „loksins“ í beina á Stöð 2 Sport Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 13:30 Steve Foster var áberandi á vellinum með þykka hvíta hárbandið sitt. Hann spilaði á gervigrasinu í Laugardal fyrir að verða 35 árum síðan. Getty/Bob Thomas Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985 Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Enska knattspyrnutímabilið 2019-20 fer af stað í kvöld með fyrsta leiknum í ensku b-deildinni en þá taka nýliðar Luton Town á móti Middlesbrough. Leikurinn fer fram á heimavelli Luton Town Football Club sem heitir Kenilworth Road og hefur heimavöllur þessa fornfræga félagsins síðan 1905 eða í miklu meira en hundrað ár. Leikur Luton Town og Middlesbrough hefst klukkan 18.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Stöð 2 Sport mun sýna ensku b-deildina í beinni í allan vetur. Bæði liðin eru með nýja knattspyrnustjóra. Graeme Jones, fyrrum aðstoðarmaður Roberto Martinez hjá belgíska landsliðinu, er tekinn við Luton og þá er Jonathan Woodgate nýr stjóri Middlesbrough. Það vita kannski ekki allir að Luton Town er enskt lið með mjög sterka Íslandstengingu enda spilaði liðið sögulegan frostleik á Íslandi fyrir að verða 35 árum síðan.Frétt Þjóðviljans um leikinn.Skjámynd/Þjóðviljinn 22. janúar 1985Þegar gervigrasið í Laugardal, fyrsti gervigrasvöllur á Íslandi, var vígt sunnudaginn 20. janúar 1985 þá mættu leikmenn Luton Town til Íslands og spiluðu við Reykjavíkurúrvalið. Í dag fara ensku liðin oft í frí í sólina á Spáni eða við Persaflóann en þessu frí þá skelltu leikmenn enska félagsins sér norður í kuldann í Reykjavík. Eftir leikinn mátti sjá fyrirsagnir í íslensku blöðunum eins og „Völlurinn átti leikinn“ eða „Berlæraðir Luton-menn unnu kappklædda Reykvíkinga“ og „Þetta hefur verið ævintýraferð". Á þessum tíma var Luton Town í efstu deild og liðið hélt sér þar þangað til í byrjun tíunda áratugarins þegar fór að ganga mun verr. Liðið náði sem dæmi sjöunda sæti í efstu deild 1986-87 og vann enska deildabikarinn vorið 1988 eftir 3-2 sigur á Arsenal í úrslitaleik.Frétt Morgunblaðsins um leikinn.Skjámynd/Morgunblaðið 22. janúar 1985Luton Town féll úr efstu deild vorið fyrir að enska úrvalsdeildin var stofnuð eða vorið 1992. Liðið varð b-deildarlið í fjögur tímabil en féll síðan niður í C-deildina vorið 1996. Í byrjun nýrrar aldar gekk ekkert betur og Luton Town var um tíma e-deildarlið. Luton Town er hins vegar á mikilli uppleið þessi misserin og hefur komist upp tvö tímabil í röð. Liðið var í D-deildinni 2017-18, vann C-deildina í voru og spilar í b-deildinni í fyrsta sinn í tólf ár í vetur. Í kvöld spilar liðið langþráðan leik í b-deildinni eða þann fyrsta síðan 2006-07 tímabilið. Það þarf heldur ekki að taka það fram að Luton Town er í fyrsta sinn í beinni á Stöð 2 Sport og kannski í fyrsta sinn í íslensku sjónvarpi síðan þennan kalda dag í janúarmánuði fyrir að verða 35 árum síðan.Af forsíðu DV.Skjámynd/DV 21. janúar 1985
Enski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira