Segir ekki standa til boða að breyta Brexit sáttmálanum Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. janúar 2019 19:00 „Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
„Útgöngusáttmálinn er besti og eini mögulegi samningurinn,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í ræðu sinni á fundi Evrópuþingsins í Brussel í dag. „Evrópusambandið sagði það í nóvember, við sögðum það í desember og við sögðum það eftir fyrstu atkvæðagreiðsluna um sáttmálann í breska þinginu í janúar.“ Juncker segir að umræður og atkvæðagreiðslur í breska þinginu í gærkvöldi og umboð Theresu May frá þinginu til að semja aftur við ESB breyti engu. Undir það tók aðalsamningamaður Evrópusambandsins Michel Barnier. May hafði gert sér vonir um að fara til Brussel til að breyta innihaldi sáttmálans sem var felldur í breska þinginu fyrr í mánuðinum. Þingið samþykkti í gærkvöldi breytingartillögur við útgöngusáttmála May sem var felldur fyrr í mánuðinum. Þær fela í sér að fjarlægja skuli svokallað „backstop“ ákvæði um tilhögun landamæra Norður Írlands úr sáttmálanum og að forðast skuli útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. „backstop“ ákvæðið er það sem hefur staðið í vegi fyrir því að flokksfélagar May í Íhaldsflokknum greiði atkvæði með sáttmálanum. Leiðtogar Evrópusambandsins hafa brugðist við ákvörðun breska þingsins í dag en það lítur út fyrir að reynast þrautinni þyngra að fá fulltrúa ESB að samningaborðinu. Ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands segja að núverandi sáttmáli sé besta lausnin. Utanríkisráðherra Írlands, Simon Coveney, sagði þá í dag að ef til væri betri lausn en „backstop“ ákvæðið væri þegar búið að leggja það til. „Trúið mér. Þetta hefur verið kannað endalaust síðastliðin tvö ár á meðan samningar hafa staðið yfir,“ sagði hann.Hvað er þetta „backstop“ ákvæði og afhverju eru Íhaldsmenn á móti því? „Backstop“ ákvæðið í útgöngusáttmála May snýr að tilhögun norður írsku landsmæranna eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í dag eru opin landamæri á milli Írlands og Norður Írlands, engin landamæragæsla, frjálst flæði varnings og fólks á milli landanna. Eftir að Bretland gengur úr ESB skapast hörð landamæri milli Norður Írlands og Írlands ef ekki er samið um neitt annað. Bæði Evrópusambandið og Breska ríkisstjórnin vilja koma í veg fyrir það. „Backstop“ ákvæðið er einskonar öryggisnet sem heldur Norður Írlandi og raunar öllu Bretlandi innan tollasambandsins ótímabundið ef ekki næst að semja um framtíðarsamskipti Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu (t.d með fríverslunarsamningi). Stór hluti þingmanna Íhaldsflokksins telja þetta óásættanlegt. Ef „Backstop“ ákvæðið yrði virkjað myndi það í reynd festa Bretland innan regluverks Evrópusambandsins að þeirra mati. Það þætti óásættanlegt gagnvart þeim kjósendum sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og ekki fullnægjandi Brexit.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað Backstop ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti Evrópuráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. 29. janúar 2019 22:09
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent