May fær umboð til að semja aftur við ESB sem virðist þó ekki vilja semja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2019 22:09 Theresa May á þingi í dag. AP/Jessica Taylor Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Meirihluti þingmanna breska þingsins samþykkti tillögu þess efnis að fella út svokallað „Backstop“ ákvæði úr úrsagnarsamningi Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May hefur nú umboð til að semja á ný við ESB en forseti leiðtogaráðsins segir að ekki sé í boði að semja upp á nýtt. Alls fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning úr Evrópusambandinu voru til umræðu á breska þinginu í dag. Meðal tillagna var að hið svokallaða „Backstop“ ákvæði yrði fellt úr samningnum. Umrætt ákvæði um Backstop felur í sér áframhaldandi veru Bretlands í tollabandalagi ESB. Um eitt hundrað þingmenn Íhaldsflokksins kusu gegn úrsagnarsamningi May og fóru þannig gegn formanni eigin flokks vegna andstöðu við þetta ákvæði um veru Bretlands í tollabandalaginu eftir Brexit. „Backstop“ er í raun trygging fyrir því að landamærin við Írland verði eitt tollasvæði eftir útgönguna og verði í gildi þangað til að gengið hefur verið frá fríverslunarsamningi milli Bretlands og ESB eftir Brexit. Tillagan um að fella niður ákvæðið var samþykkt með sextán atkvæða meirihluta. May hvatti þingmenn til þess að styðja tillöguna svo hún fengi umboð til þess að hefja viðræður við ESB að nýju svo hægt væri að komast að niðurstöðu varðandi hið svokallaða „Backstop“ sem meirihluti þingmanna getur unað við. Aðeins örfáum mínútum eftir að tillagan var samþykkt gaf talsmaður Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, út yfirlýsingu þess efnis að ESB myndi ekki samþykkja breytingar á útsagnarsamningnum sem þegar lægi fyrir. „Backstop er hluti af úrsagnarsamningnum og úrgöngusamningurinn er ekki endursemjanlegur,“ sagði í yfirlýsingunni. Hvatti Tusk May til þess að útskýra hver næstu skref yrðu af hennar hálfu og að ESB væri opið fyrir því að fresta formlegri útgöngu Bretlands úr ESB sem verður 29. mars.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30 Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Breska þingið fjallar um fimmtán breytingartillögur við Brexit-samning Fimmtán breytingartillögur við lagafrumvarp um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, úr Evrópusambandinu verða til umræðu á breska þinginu í dag. Líkurnar á því að Bretar hætti í Evrópusambandinu án samnings eru taldar aukast á hverjum degi. 29. janúar 2019 12:30
Matvörukeðjur vara við tómum hillum eftir Brexit Spár bresku ríkisstjórnarinnar gera ráð fyrir að vöruflutningar um Ermarsund gætu dregist saman um 87% gangi Bretar úr Evrópusambandsins án samnings. 28. janúar 2019 13:22