Kalla eftir sniðgöngu Mulan-myndar eftir eldfima yfirlýsingu aðalleikkonunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2019 11:41 Crystal Liu fer með aðallhlutverk nýrrar Mulan-endurgerðar. Vísir/Getty Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum. Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Ummæli leikkonunnar Crystal Liu, sem fer með titilhlutverkið í leikinni endurgerð af Disney-myndinni Mulan, gætu dregið dilk á eftir sér. Á samfélagsmiðlum heyrast nú háværar kröfur um að myndin verði sniðgengin vegna stuðningsyfirlýsingar Liu við lögregluna í Hong Kong. Liu er sögð hafa birt færslu á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo, þar sem á kínversku stóð: „Ég styð einnig lögreglulið Hong Kong. Þið megið lúskra á mér núna.“ Við textann bættist síðan enskur texti á þessa leið: „Þvílík synd fyrir Hong Kong.“ Myllumerkið #BoycottMulan (#SniðgangiðMulan) hefur síðan farið hátt á Twitter.When a girl was shot in the eye by the police in HK, LIU supports the China GOV which is responsible of all of this chaos in HK.....#BoycottMulanpic.twitter.com/ojGDbVw1u8 — KeyBoard Fighter Sammy (@woleifeifei) August 17, 2019 #BoycottMulan Me when the mulan actor is not informed about the situation and gives a dumbass comment endagering the success of a movie pic.twitter.com/VrfnOxlVq0 — Allbootyisbootiful (@queenofallbooty) August 16, 2019 First mushu is NOT in the movie, then Shang isn’t either and now the actress has the AUDACITY of publicly supporting this shit. #BoycottMulanpic.twitter.com/BXBU9qA4vP — Queen B (@TheBigestFandom) August 16, 2019 Ummæli Liu eru sögð vera vísun í slagorð mótmælenda sem eru hliðhollir lögreglunni í Hong Kong. Mótmæli þeirra stöfuðu af því að blaðamaður í Hong Kong varð fyrir árás lýðræðissinnaðra mótmælenda eftir að bolur með áletruninni „Ég elska lögreglulið Hong Kong“ fannst í tösku sem tilheyrði honum. Lögreglan hefur farið fram af mikilli hörku gegn mótmælendum í Hong Kong. Mótmæli hafa verið viðvarandi þar síðan í lok mars. Upphaflega snerust mótmælin um framsalsfrumvarp svæðisstjórnarinnar, sem hefði auðveldað framsal einstaklinga til Kína. Stjórnin féll að lokum frá frumvarpinu að hluta til en mótmælin héldu þó áfram með það fyrir augum að andmæla alfarið framsali til Kína. Eins hafa mótmælendur kallað eftir lýðræðisumbótum í Hong Kong. Eftir að Liu birti stuðningsyfirlýsingu sína við lögregluna hafa margir gagnrýnt stöðu hennar í málinu. Bent hefur verið á að hún sé bandarískur ríkisborgari og hún spurð hvers vegna hún styðji lögreglulið sem beiti ofbeldi og neiti borgurum í Hong Kong um þau réttindi sem hún nýtur sjálf í Bandaríkjunum.
Bíó og sjónvarp Hong Kong Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira