Manchester City komið með örlögin í eigin hendur Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. mars 2019 10:00 City-menn eru á toppnum. vísir/getty Manchester City komst aftur upp fyrir Liverpool um helgina og er í toppsæti deildarinnar í fyrsta sinn í tæpa þrjá mánuði fyrir utan stuttan tíma þegar City-menn voru búnir að leika einum leik meira en Liverpool. City-menn ferðuðust til Bournemouth og tóku stigin þrjú í leik sem þeir stýrðu frá fyrstu sekúndu þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins verið eitt mark en degi síðar tókst nágrönnum Liverpool í Everton að krækja í stig og koma í veg fyrir að þeir rauðklæddu hrifsuðu toppsætið til sín á ný. Það er algengt að lið gleymi sér í kæruleysi í fyrsta leiknum eftir að hafa unnið titil og var verkefni Manchester City um helgina ekki auðvelt. Bournemouth hefur verið mun sterkara á heimavelli en á útivelli líkt og sást þegar Chelsea fékk að kenna á því í heimsókn fyrr í vetur. Þá mætti City til leiks án tveggja af mikilvægustu leikmönnum liðsins til baka, Aymeric Laporte hefur verið sem klettur í vörn liðsins og Fernandinho hefur um árabil verið mikilvægasti leikmaður liðsins á miðjunni.Pep Guardiola getur enn unnið fjóra titla.vísir/gettyLykilmenn fjarverandi Besti maður liðsins á síðasta tímabili, Kevin De Bruyne, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og bættist við meiðslalista liðsins en þá kemur sér vel hvað leikmannahópur liðsins er gríðarsterkur. Þegar De Bruyne fór af velli gat Guardiola kallað á Alsíringinn Riyad Mahrez sem var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir þremur árum. Mahrez hefur átt erfitt uppdráttar í liði Manchester City og verið í aukahlutverki en um helgina var hann hetjan og skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir stífa sókn City-manna. Annan leikinn í röð var munurinn ekki nema eitt mark og því alltaf möguleiki á jöfnunarmarki en líkt og gegn West Ham var lítið sem ekkert sem benti til þess að Bournemouth myndi jafna leikinn um helgina. Guardiola fór fögrum orðum um spilamennsku sinna manna eftir leikinn. Þrátt fyrir að hafa unnið leiki með mun meiri mun var Guardiola á því að spilamennskan gegn Bournemouth hefði verið ein sú besta síðan hann tók við taumunum.Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Manchester CityMeiðslavandræði „Þetta var ótrúlegt, sennilega ein besta frammistaða liðsins síðan ég tók við Manchester City. Það voru allir leikmenn liðsins tilbúnir og það gekk allt upp. Við stýrðum leiknum á öllum sviðum sem er hreint út sagt magnað eftir 25 leiki á síðustu þremur mánuðum," sagði Guardiola og bætti við: „Bournemouth er með öflugt lið sem er erfitt heim að sækja en þeir áttu ekki skot á markið hérna í dag. Við stýrðum öllum þeirra aðgerðum og í sókninni tókst okkur að finna lausnir þrátt fyrir að þeir væru með tíu leikmenn í eigin vítateig." Fyrir utan eitt óvænt tap gegn Newcastle hefur Manchester City verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Níu leikir í síðustu tíu leikjum í deildinni ásamt því að liðið er komið í átta liða úrslit enska bikarsins og í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tuttugu ár eru liðin síðan Manchester United, nágrannar þeirra, urðu eina liðið í sögunni til að vinna þrennu en Manchester City gerir nú harða atlögu að því að bæta met þeirra. Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Manchester City komst aftur upp fyrir Liverpool um helgina og er í toppsæti deildarinnar í fyrsta sinn í tæpa þrjá mánuði fyrir utan stuttan tíma þegar City-menn voru búnir að leika einum leik meira en Liverpool. City-menn ferðuðust til Bournemouth og tóku stigin þrjú í leik sem þeir stýrðu frá fyrstu sekúndu þrátt fyrir að munurinn hafi aðeins verið eitt mark en degi síðar tókst nágrönnum Liverpool í Everton að krækja í stig og koma í veg fyrir að þeir rauðklæddu hrifsuðu toppsætið til sín á ný. Það er algengt að lið gleymi sér í kæruleysi í fyrsta leiknum eftir að hafa unnið titil og var verkefni Manchester City um helgina ekki auðvelt. Bournemouth hefur verið mun sterkara á heimavelli en á útivelli líkt og sást þegar Chelsea fékk að kenna á því í heimsókn fyrr í vetur. Þá mætti City til leiks án tveggja af mikilvægustu leikmönnum liðsins til baka, Aymeric Laporte hefur verið sem klettur í vörn liðsins og Fernandinho hefur um árabil verið mikilvægasti leikmaður liðsins á miðjunni.Pep Guardiola getur enn unnið fjóra titla.vísir/gettyLykilmenn fjarverandi Besti maður liðsins á síðasta tímabili, Kevin De Bruyne, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og bættist við meiðslalista liðsins en þá kemur sér vel hvað leikmannahópur liðsins er gríðarsterkur. Þegar De Bruyne fór af velli gat Guardiola kallað á Alsíringinn Riyad Mahrez sem var valinn besti leikmaður deildarinnar fyrir þremur árum. Mahrez hefur átt erfitt uppdráttar í liði Manchester City og verið í aukahlutverki en um helgina var hann hetjan og skoraði eina mark leiksins af stuttu færi eftir stífa sókn City-manna. Annan leikinn í röð var munurinn ekki nema eitt mark og því alltaf möguleiki á jöfnunarmarki en líkt og gegn West Ham var lítið sem ekkert sem benti til þess að Bournemouth myndi jafna leikinn um helgina. Guardiola fór fögrum orðum um spilamennsku sinna manna eftir leikinn. Þrátt fyrir að hafa unnið leiki með mun meiri mun var Guardiola á því að spilamennskan gegn Bournemouth hefði verið ein sú besta síðan hann tók við taumunum.Klippa: FT Bournemouth 0 - 1 Manchester CityMeiðslavandræði „Þetta var ótrúlegt, sennilega ein besta frammistaða liðsins síðan ég tók við Manchester City. Það voru allir leikmenn liðsins tilbúnir og það gekk allt upp. Við stýrðum leiknum á öllum sviðum sem er hreint út sagt magnað eftir 25 leiki á síðustu þremur mánuðum," sagði Guardiola og bætti við: „Bournemouth er með öflugt lið sem er erfitt heim að sækja en þeir áttu ekki skot á markið hérna í dag. Við stýrðum öllum þeirra aðgerðum og í sókninni tókst okkur að finna lausnir þrátt fyrir að þeir væru með tíu leikmenn í eigin vítateig." Fyrir utan eitt óvænt tap gegn Newcastle hefur Manchester City verið á miklu skriði undanfarnar vikur. Níu leikir í síðustu tíu leikjum í deildinni ásamt því að liðið er komið í átta liða úrslit enska bikarsins og í góðri stöðu eftir fyrri leikinn í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Tuttugu ár eru liðin síðan Manchester United, nágrannar þeirra, urðu eina liðið í sögunni til að vinna þrennu en Manchester City gerir nú harða atlögu að því að bæta met þeirra.
Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Sjáðu sigurmark Lukaku og öll mörk gærdagsins úr enska Romelu Lukaku tryggði Manchester United sigur á lokamínútunum gegn Southampton á Old Trafford í gær. Manchester City vann Bournemouth og Arsenal og Tottenham skildu jöfn í stórleik gærdagsins. 3. mars 2019 08:00