Nánast öllum flugferðum British Airways aflýst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2019 08:07 Flugvélar British Airways á Heathrow-flugvelli í morgun. Þeim verður ekki flogið næstu tvo sólarhringana eða svo vegna verkfalls flugmanna. vísir/getty Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Nánast öllum flugferðum breska flugfélagsins British Airways í dag og á morgun hefur verið aflýst vegna verkfalls flugmanna félagsins sem hófst á miðnætti. Er þetta í fyrsta sinn sem flugmenn British Airways fara í verkfall. Þeir leggja niður störf í 48 klukkustundir til þess að knýja á um hærri laun. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að flugfélagið hafi tilkynnt það á heimasíðu sinni að vegna verkfallsins ætti það ekki annarra kosta völ en að aflýsa nánast öllu flugi. British Airways flýgur um 800 ferðir á dag og má búast að allt að 145 þúsund farþegar lendi í vandræðum vegna verkfallsins annars vegar í dag og hins vegar á morgun. Farþegum hefur verið boðið að fá endurgreitt eða að bóka aftur flug. „Við skiljum óánægju ykkar og vandræði vegna verkfallsins. Eftir margra mánaða tilraunir til þess að komast að samkomulagi í kjaradeilunni þykir okkur mjög miður að það hafi þurft að koma til þessa,“ segir á vefsíðu British Airways. Bæði stéttarfélag flugmannanna og flugfélagið hafa lýst sig reiðubúin til þess að setjast aftur við samningaborðið. British Airways hafði boðið flugmönnunum 11,5 prósent launahækkun sem félagið segir að hækki laun sumra flugmanna í meira en 200 þúsund pund á ársgrundvelli. Flugfélagið hefur sagt að það telji tilboðið sanngjarnt og rausnarlegt auk þess sem flugliðar, starfsfólk á flugvellinum og flugvirkjar hafa samþykkt svipaða kauphækkun. Flugmenn segja á móti að málið snúist ekki eingöngu um laun. Þeir treysti einfaldlega ekki vinnuveitandanum og segja baráttu sína þannig einnig snúast um virðingu.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira