Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:31 Trump greindi frá ákvörðun sinni í löngu máli fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira