Trump lýsir yfir neyðarástandi á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 15. febrúar 2019 16:31 Trump greindi frá ákvörðun sinni í löngu máli fyrir utan Hvíta húsið. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í dag yfir neyðarástandi á landamærunum á Mexíkó til að hann komist í kringum Bandaríkjaþing og geti ráðstafað fjármunum til að reisa landamæramúr. Nær öruggt er talið að ákvörðuninni verði strax skotið til dómstóla. Á blaðmannafundi í Rósagarði Hvíta hússins staðfesti Trump að hann myndi skrifa undir útgjaldafrumvörp sem Bandaríkjaþing hefur samþykkt og fjármagna rekstur ríkisstofnana út september. Fjárheimildir stofnananna renna út eftir daginn í dag. Rekstur um fjórðungs alríkisstofnana stöðvaðist í 35 daga í desember og janúar þegar Trump hótaði að synja sambærilegum frumvörpum staðfestingar nema hann fengi um 5,7 milljarða dollara í landmæramúrinn sinn. Trump viðurkenndi að yfirlýsingin myndi enda fyrir dómstólum í dag en var kokhraustur um að hann myndi fara með sigur fyrir Hæstarétti. Íhaldsmenn sitja nú í meirihluta í hæstaréttinum eftir að Trump skipaði tvo hægrisinnaða dómara í fyrra og árið 2017. Sagði hann að forsendurnar fyrir yfirlýsingunni væri sú að „eiginleg innrás“ ætti sér nú stað á landamærunum. „Við erum að tala um innrás í landið okkar með eiturlyfjum, með fólkssmyglurum, með alls kyns glæpamönnum og gengjum,“ fullyrti forsetinn. Samkvæmt Hvíta húsinu ætlar Trump sér að ráðstafa um átta milljörðum dollara til að reisa landamæramúrinn. Þingið hefur aðeins samþykkt 1,4 milljarða dollara í frekari girðingar og aðrar hindranir á landamærunum. Reuters-fréttastofan segir að féð muni meðal annars koma úr sjóðum varnarmálaráðuneytisins vegna fíkniefnamála og byggingarsjóði hersins. Leiðtogar demókrata fordæmdu yfirlýsingu Trump þegar í stað. Í yfirlýsingu Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, kölluðu þau ákvörðun Trump „ólögmæta“. „Forsetinn er ekki yfir lögin hafinn. Þingið getur ekki leyft forsetanum að tæta stjórnarskrána í sundur,“ sögðu þau Schumer og Pelosi. Ákvörðunin er heldur ekki óumdeild innan Repúblikanaflokksins þó að margir þeirra, þar á meðal Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hafi lýst yfir stuðningi við hana. Óttast þeir fordæmið sem Trump setti með því að fara í kringum þingið með þessum hætti til að fjármagna stefnumál sín. Það gæti meðal annars gert næsta forseta úr röðu demókrata kleift að lýsa yfir neyðarástandi vegna mannskæðra skotárása eða loftslagsbreytinga. Trump virðist ekki endilega hafa hjálpað eigin málstað í mögulegum málarekstri um yfirlýsinguna með ummælum sínum í dag. Fréttamaður NBC bendir þannig á að forsetinn virðist hafa viðurkennt að engin nauðsyn hafi krafist þess að hann lýsti yfir neyðarástandi. „Ég þurfti ekki að gera þetta. Ég vil bara gera þetta hraðar,“ sagði Trump."I could do the wall over a longer period of time. I didn't need to do this, but I'd rather do it much faster," President Trump to @PeterAlexander on national emergency declaration to secure funding for border wall. https://t.co/bmuewGdv83 pic.twitter.com/8VwyqyZy7H— NBC Nightly News with Lester Holt (@NBCNightlyNews) February 15, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira