Trump segist vera sá eini sem geti hjálpað Kim Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar. Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Bandaríkin og Suður-Kórea munu fresta heræfingum sem til stóð að halda í von um að það muni bæta líkurnar á samkomulagi við Norður-Kóreu vegna kjarnorkuvopna og eldflauga einræðisríkisins. Yfirvöld Bandaríkjanna þvertaka fyrir að um sé að ræða tilslökun gagnvart Norður-Kóreu. Æfingarnar sem um ræðir bera heitið Combined Flying Training Event og fjölmargir flugmenn flugherja Bandaríkjanna og Suður-Kóreu taka þátt í þeim á ári hverju. Fyrr á þessu ári var búið að taka þá ákvörðun að draga úr umfangi þeirra, vegna andstöðu yfirvalda Norður-Kóreu við æfingarnar, samkvæmt frétt Reuters. Þrátt fyrir það lýstu Norður-Kóreumenn sig áfram andstæða æfingunum og var því hætt við þær í bili. Donald Trump tísti til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu í dag og hvatti hann til að ná samkomulagi. Trump væri sá eini sem gæti komið Kim á þann stað sem hann þyrfti að vera á og Kim þyrfti að drífa sig að semja. Forsetinn endaði skilaboðin til einræðisherrans á „Sjáumst brátt!“Mr. Chairman, Joe Biden may be Sleepy and Very Slow, but he is not a “rabid dog.” He is actually somewhat better than that, but I am the only one who can get you where you have to be. You should act quickly, get the deal done. See you soon! https://t.co/kO2k14lTf7 — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 17, 2019 Tístið snýr einnig að því að á dögunum birtist grein í KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, þar sem farið var hörðum orðum um Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda. Í þeirri grein segir meðal annars að Biden sé óður hundur, hann líti ekki út eins og maður og honum verði refsað fyrir að vanvirða Kim. Réttast væri að berja hann til dauða með priki. Eins og kemur fram í tístinu hér að ofan segir Trump að Biden sé nú aðeins skárri en „óður hundur“, þó hann sé þreyttur og hægur, eins og Trump kallar hann ítrekað. Síðustu misseri hafa Norður-Kóreumenn ítrekað lýst yfir vanþóknun yfir hægagangi viðræðna og hafa þeir gefið Bandaríkjunum fresti til ársloka til að breyta stöðu sinni. Þá hefur einræðisríkið gert minnst tólf tilraunir með eldflaugar á árinu og hafa margar þeirra reynst vera nýjar eldflaugar. Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa hafnað beiðni Bandaríkjanna um viðræður í nýliðinni viku.Sjá einnig: Borubrattur Kim Jong-unForsvarsmenn Norður-Kóreu vilja losna undan viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum áður en þeir grípa til nokkurs konar aðgerða vegna framleiðslu þeirra á kjarnorkuvopnum og eldflaugum. Yfirvöld Bandaríkjanna vilja þó hins vegar að einræðisríkið grípi til aðgerða og hætti eldflaugatilraunum áður en viðskiptaþvinganir verða endurskoðaðar.
Bandaríkin Norður-Kórea Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira