Klopp staðfestir hvenær Mo, Bobby og Alisson koma til baka í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:30 Lykilleikmenn Liverpool talið frá vinstri: Fabinho, Roberto Firmino, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Sadio Mane, Divock Origi, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Georginio Wijnaldum og Alisson. Getty/Michael Regan Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Sjá meira