Klopp staðfestir hvenær Mo, Bobby og Alisson koma til baka í Liverpool liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 10:30 Lykilleikmenn Liverpool talið frá vinstri: Fabinho, Roberto Firmino, Andrew Robertson, Mohamed Salah, Sadio Mane, Divock Origi, Virgil van Dijk, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Georginio Wijnaldum og Alisson. Getty/Michael Regan Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker voru allir í lykilhlutverkum með Liverpool liðinu á Evrópumeistaratímabilinu og eru ekki komnir aftur til æfinga eftir sumarfrí. Jürgen Klopp staðfesti í gær hvenær þessir öflugu leikmenn koma til móts við liðið á ný. Roberto Firmino og Alisson Becker hjálpuðu brasilíska landsliðinu að vinna Suðurameríkukeppnina og Mohamed Salah var að spila með egypska landsliðinu í Afríkukeppninni. Sadio Mané er síðan enn að spila með Senegal sem er komið alla leið í úrslitaleik Afríkukeppninnar. Það má búast við því að Mané missi af upphafi tímabilsins en hinir þrír ættu að vera klárir fyrir fyrsta leik. Liverpool er þessa dagana í æfingaferð til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar þrjá leiki. Liðið mætir þar Dortmund, Sevilla og Sporting áður en liðið flýgur aftur til Evrópu. Jürgen Klopp staðfesti í gær að Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alisson Becker verði allir komnir til móts við hópinn fyrir æfingabúðirnar í Evian í Frakklandi. „Mo og Brasilíumennirnir verða komnir til okkar áður við förum til Evian,“ sagði Jürgen Klopp við heimasíðu Liverpool. „Það mun þýða að við höfum þá viku þar til við mætum City í leiknum um Samfélagsskjöldinn, góða tólf daga fyrir fyrsta deildarleikinn á móti Norwich og síðan fimmtán eða sextán daga fyrir leikinn á móti Chelsea um Ofurbikar Evrópu,“ sagði Klopp. „Þeir þurftu að fá þriggja vikna frí og við sögðum þeim að taka sér það. Ég veit samt að þeir eru byrjaðir að æfa sjálfir. Það hefði verið best að fá þá aftur eftir eina viku en það hefði ekki verið neitt vit í því. Þeir fá því þessar þrjár vikur en svo koma þeir og klára undirbúningstímabilið með okkur,“ sagði Klopp. „Við munum skoða stöðuna á Sadio eftir úrslitaleikinn, hvernig honum líður og svona. Það verður erfitt fyrir hann að ná fyrsta leik. Tímabilið hans klárast aðeins sextán dögum áður en við mætum City. Við verðum að taka ákvörðun en höfum ekki tekið hana enn þá,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira