Rúnar um vítaspyrnudóminn: „Hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 27. apríl 2019 22:39 Rúnar á hliðarlínunni. vísir/bára Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var sáttur með stigið gegn Stjörnunni en þeir voru manni færri og marki undir í hálfleik er liðin mættust í Pepsi Max-deild karla í kvöld. „Ég var ekki sáttur með frammistöðuna en ég er sáttur með stigið. Við vorum slakir fyrsta hálftímann og komum svo sterkir inn síðasta korterið í fyrri hálfleik en fáum svo þetta mark á okkur og rautt spjald að auki.” „Við kannski áttum ekki mikið meira skilið en að vera undir í hálfleiknum en við rifum okkur upp í síðari hálfleik einum færri og þá fóru menn að hlaupa og berjast og við uppskerum mark sem við höngum á.” Rúnar sagði að stigið væri frábært þegar uppi er staðið, sérstaklega þar sem þeir voru marki undir og manni færri þegar síðari hálfleikurinn hófst. „Frábært stig klárlega. Stjarnan er með frábært lið, vel mannað lið og hafa verið með sama liðið síðustu ár og þetta er nánast sama byrjunarliðið annað árið í röð.” „Þetta er erfiður útivöllur og við komum lélegir út í byrjun en mér fannst við vel stemmdir í upphitun og inn í klefa fyrir leik en svo kom smá sviðsskrekkur. Við þorðum ekki að halda boltanum og áttum í basli með að senda á milli okkar og vorum bara ragir.” „Stjörnumenn voru bara mikið betri en við fyrsta hálftímann og heilt yfir og því er ég mjög sáttur við þetta stig.” Hann var mjög ánægður með Beiti Ólafsson og vörnina í lokin og seinni hálfleiknum en þeir héldu út þrátt fyrir mikla pressu frá Stjörnunni. „Menn sjá bara hvernig hann stóð sig, hvernig hann varði skallann sem stefndi í vinkilinn og hvernig hann tekur þessar fyrirgjafir og hornspyrnur. Hann var óheppinn í fyrri hálfleik en frábær í þeim seinni og við vorum þéttir í seinni hálfleik.” „Ég hefði viljað fá fleiri aukaspyrnur á þá þegar þeir voru inn í teignum hjá okkur en þessi leikur var bara mikil barátta og mikil harka og fram og til baka.” Rúnar sagði að lokum að hann hefði ekki séð hvort þetta var rétt dæmt þegar KR fékk vítið í upphafi seinni hálfleiks. „Nei ég sá þetta ekki, ég vissi ekki að hann væri að fara dæma eitthvað en hann er nær þessu eins og svo oft áður í leiknum því ég var að tuða í fjórða dómaranum og hann sagði bara við mig að dómarinn væri nær en ég og hann sæi þetta miklu betur,” sagði Rúnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira