Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 10:30 Fulltrúar landssamtaka ungmennafélaga á Norðurlöndum funduðu með forsætisráðherrum á Norðurlandaráðsþingi í gær. norden.org/Johannes Jansson „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG.
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Kannabishringurinn hafi starfað í nokkur ár Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Sjá meira
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent