Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. ágúst 2019 17:57 Seðlabankinn hefur stefnt Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Anton Brink/Vilhelm/Samsett Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands segist fordæma vinnubrögð Seðlabankana Íslands í kjölfar fyrirspurna Fréttablaðsins um launakjör og hlunnindi sem bankinn hefur veitt starfsfólki sínu. Seðlabankinn stefnir nú Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, vegna fyrirspurnar hans til bankans í nóvember í fyrra. Blaðamannafélagið hefur krafist þess að Seðlabankinn falli frá fyrirætlunum sínum og afhendi gögnin sem fyrirspurnin snýr að. Í nóvember síðasta árs sendi Ari fyrirspurn til Seðlabankans sem sneri að samningi sem Seðlabankinn og Ingibjörg Guðbjartsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlits bankans, gerðu með sér. Samningurinn er sagður hafa snúið að styrk og launum í námsleyfi Ingibjargar á meðan hún sótti nám í Bandaríkjunum. Heimildir Fréttablaðsins herma að greiðslur til Ingibjargar hafi verið á annan tug milljóna króna. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði síðan í júlí að bankanum bæri að afhenda gögnin sem um ræðir.Málið varði almenning í landinu Í ályktun sem birtist á vef Blaðamannafélags Íslands segir að öllum megi vera ljóst að málið sem fyrirspurn Ara sneri að varði almenning hér á landi og því sé beinlínis fráleitt af hálfu stjórnenda Seðlabankans að neita að veita upplýsingar um málið. Um sé að ræða sérstakt mál innan bankans sem virðist ekki styðjast við neinar þekktar reglur eða fordæmi. Því sé enn mikilvægara að upplýst sé um málið.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, skrifar undir ályktunina þar sem vinnubrögð Seðlabankans eru fordæmd.Vísir/Stefán„Seðlabankinn er opinber stofnun og getur ekki hundsað að veita almenningi í landinu upplýsingar um starfsemi sína, ákvarðanir stjórnenda bankans og meðferð opinbers fjár,“ segir í ályktuninni. Eins fordæmir BÍ tilraun Seðlabankans „til að þagga niður málið með því að stefna umræddum blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm með það fyrir augum að stöðva umfjöllun hans um Seðlabankann.“ Vinnubrögð Seðlabankans beri keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem eigi ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Mat BÍ er að ólíðandi sé að blaðamenn þurfi að standa í „langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri“ til þess að fá aðgang að upplýsingum frá opinberum aðilum, sem þeir eigi rétt á samkvæmt upplýsingalögum. Eins segir BÍ blaðamann Fréttablaðsins hafa unnið málið af samviskusemi og einurð, auk þess sem niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál hafi verið honum í vil. Nefndin hafi úrskurðað á þá leið að bankanum bæri að afhenda umrædd gögn, en bankinn kjósi þrátt fyrir það að höfða mál á hendur viðkomandi blaðamannafélagi. Krefst BÍ þess að Seðlabankinn láti af þeim fyrirætlunum og afhendi gögnin strax. Fyrir hönd BÍ skrifar Hjálmar Jónsson formaður undir ályktunina.Hér má nálgast ályktun Blaðamannafélags Íslands í heild sinni.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00 Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Frétt fyrir rétt Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. 31. júlí 2019 07:00
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00
Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. 30. júlí 2019 06:00