Hefur viku til að stefna blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 24. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál féllst í gær á beiðni Seðlabanka Íslands um frestun réttaráhrifa úrskurðar sem kveðinn var upp 10. júlí síðastliðinn. Ekki hefur verið fallist á slíka beiðni áður, í máli sem varðar upplýsingarétt fjölmiðils. Með úrskurði nefndarinnar frá 10. júlí var bankanum gert skylt að veita blaðamanni Fréttablaðsins aðgang að upplýsingum um fjármögnun bankans á framhaldsnámi fyrrverandi forstöðumanns gjaldeyriseftirlits bankans. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslur á annan tug milljóna króna. Forsendur þeirrar niðurstöðu voru meðal annars að almenningur hefði ríkari hagsmuni af því að skjalið verði gert opinbert en viðkomandi starfsmaður af því að það fari leynt. Með úrskurði sínum í gær féllst nefndin hins vegar á beiðni bankans um að samningurinn verði ekki afhentur fyrr en dómur um skyldu til að afhenda samninginn liggur fyrir. Frestunin er bundin því skilyrði að bankinn vísi málinu til dómstóla innan sjö daga og krefjist flýtimeðferðar. Í niðurstöðu nefndarinnar um frestunina er einkum vísað til óvissu um túlkun ákvæðis um undanþágu upplýsingaréttar í málum sem varða starfsmenn opinberra stofnanna; umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti. Í niðurstöðunni segir að fyrri úrskurður hennar um rétt blaðamannsins styðjist hvorki við skýr fordæmi dómstóla eða rótgróna úrskurðarframkvæmd nefndarinnar sjálfrar. Ekki verði séð að dómstólar hafi áður tekið afstöðu til sambærilegs ágreinings og úrskurðurinn tekur til. Því kunni að vera ástæða til að bera ágreining um túlkun fyrrgreinds ákvæðis upplýsingalaga undir dómstóla. Liðnir eru átta mánuðir frá því að blaðamaðurinn hugðist skrifa frétt um námsstyrk bankans til starfsmannsins. Fyrirséð er að yfirvofandi málaferli Seðlabankans við blaðamanninn um rétt hans til upplýsinga muni valda áframhaldandi töfum á því starfi.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira