Bankinn höfðar mál gegn blaðamanni Aðalheiður Ámundadóttir og Ari Brynjólfsson skrifar 30. júlí 2019 06:00 Seðlabanki Íslands, vaxtaákvörðun. Már Guðmundsson kynnir vaxtaákvörðun seðlabankans í síðasta sinn sem bankastjóri. Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur lagt fyrir Héraðsdóm Reykjaness beiðni um flýtimeðferð máls sem hann hyggst höfða gegn blaðamanni Fréttablaðsins. Með málsókninni vill Seðlabankinn freista þess að fá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál um rétt blaðamannsins til upplýsinga ógilta. Í nóvember á síðasta ári óskaði blaðamaður eftir upplýsingum frá Seðlabankanum um samning sem Már Guðmundsson, fráfarandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi meðan hún sótti MPA-nám í Bandaríkjunum. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann að námi loknu en samningurinn var hugsaður sem starfslokasamningur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er verðmæti samningsins hátt á annan tug milljóna og mun hærra en annarra námsstyrkja sem starfsfólki bankans standa til boða. Bankinn hafnaði beiðni blaðamannsins um upplýsingar og sneri blaðamaðurinn sér þá til úrskurðarnefndarinnar. Nefndin kvað upp þann úrskurð tæpum átta mánuðum eftir fyrstu beiðnina að bankinn væri skyldugur að afhenda blaðamanninum samninginn. Því vildi bankinn ekki una og óskaði eftir frestun á réttaráhrifunum meðan málið yrði rekið fyrir dómstólum og nefndin varð við þeirri beiðni í síðustu viku. Frestun réttaráhrifa er bundin því skilyrði að málinu verði vísað til dómstóla innan sjö daga frá því frestunin var samþykkt. Í beiðni bankans um flýtimeðferð málsins fyrir dómstólum er meðal annars vísað til þess að úrlausn málsins verði fordæmisgefandi og kunni að geta skipt sköpum fyrir túlkun ákvæðis upplýsingalaga sem varðar upplýsingar um starfsmenn stjórnsýslunnar. Fram kemur að málið varði ekki aðeins mikilvæg réttindi blaðamanna heldur einnig þeirra mörgu starfsmanna sem starfa hjá hinu opinbera. Réttarhlé stendur nú yfir hjá dómstólunum og óvíst hvenær afstaða til flýtimeðferðar verður tekin.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00 Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Hefur viku til að stefna blaðamanni Fréttablaðið fær ekki umbeðnar upplýsingar um námssamning starfsmanns Seðlabankans að svo stöddu. Réttaráhrifum úrskurðar um skyldu bankans til að afhenda blaðamanni gögn hefur verið frestað. Seðlabankinn fékk sjö daga frest til að vísa málinu til dómstóla. 24. júlí 2019 06:00