Forréttindi að lifa fyrir fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 4. júní 2019 09:00 Magnaður Gunnleifur. VÍSIR/ANTON Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Gunnleifur setti metið þegar hann stóð á milli stanganna í sannfærandi sigri Breiðabliks gegn FH í sjöundu umferð Pepsi Max-deildarinnar en sigurinn fleytti Blikum á topp deildarinnar nú þegar um það bil tveggja vikna hlé verður gert á deildinni vegna landsleikja. Gunnleifur, sem fagnar 44 ára afmæli sínu síðar í sumar, lék þá sinn 424. leik á Íslandsmóti í meistaraflokki og sló met Hornfirðingsins Gunnars Inga Valgeirssonar. Gunnleifur og Gunnar Ingi eru í fámennum hópi leikmanna sem hafa spilað meira en 400 deildarleiki hér heima en þar er einnig Siglfirðingurinn Mark Duffeld.Ferillinn spannar 25 ár Gunnleifur lék sinn fyrsta deildarleik með HK árið 1994 og því er þetta 25. keppnistímabil hans í meistaraflokki. Ásamt því að leika með Breiðabliki og HK hefur Gunnleifur leikið með KR, Keflavík, HK og FH í efstu deild. Þá á hann leiki með KVA á Reyðarfirði og Eski- firði. Gunnleifur spilaði svo erlendis í nokkra mánuði þegar hann léki með Vaduz frá Liechtenstein í efstu deild í Sviss árið 2009. „Ég vissi af því að ég myndi setja met með því að spila þennan leik og var því svona aðeins auka mótíveraður fyrir að vinna. Það var frábært að ná þessum áfanga og gott að þessi tímamótaleikur var sigurleikur. Þessi leikur var hins vegar bara eins og hver annar og ég hef bara þá reglu að leyfa hverjum leik fyrir sig að eiga sitt líf. Ég verð jafn kvíðinn í aðdraganda hvers leiks og jafn feginn þegar honum lýkur og niðurstaðan er jákvæð,“ segir Gunnleifur í samtali við Fréttablaðið um þennan merka leik á leikmannaferli hans.Áhugaverður tími fyrir austan „Þegar ég spilaði minn fyrsta leik fyrir HK þá var ég ekkert að pæla í því hvort ég myndi spila til þrítugs eða fertugs og ég hef alltaf bara tekið einn leik fyrir í einu og eitt tímabil í einu. Ég hef blessunarlega aldrei lent í neinum langtíma meiðslum. Annars værum við líklega ekki að ræða þetta met núna. Ég hef hins vegar margsinnis spilað þrátt fyrir meiðsli og leikið verkjaður. Það er munur á að vera meiddur og óleikfær og finna einhvers staðar til. Ég hef spilað fingurbrotinn og í gegnum sárskauka,“ segir þessi frábæri markvörður.Fólk stundum með aldurinn á heilanum „Það pirrar mig oft þegar fólk hefur aldur minn á heilanum og ég get alveg viðurkennt að það fer í taugarnar á mér að þurfa að svara á hverju hausti hvort að ég ætli að halda áfram. Ég hef hins vegar mjög gaman af því að fara í gegnum ferilinn og rifja upp þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á úr boltanum. Sem dæmi fá nefna sumarið sem að ég spilaði fyrir austan. Það var erfitt fyrir tvítugt borgarbarn að flytja austur á stað þar sem voru engar ljósastofur og venjast sveitalífinu. Það var hins vegar mjög þroskandi og skemmtilegur tími,“ segir hann. „Ég hef þróast mjög sem markmaður og þrátt fyrir að ég geti enn sýnt góða fótavinnu og tekið vörslur þar sem ég þarf að skutla mér og sýna snögg viðbrögð þá er ég orðinn betri í að stýra leiknum þannig að ég hafi minna að gera. Ég er orðinn mun betri í að stýra varnarlínunni fyrir framan mig og haga hlutum þannig að ég þurfi sjaldnar að taka á honum stóra mínum. Það gefur mér svo mikið að vera fótboltapabbi og þjálfa unga og efnilega markverði í Breiðablik. Eiginkona mín er svo fyrrverandi knattspyrnukona og ég er einnig að vinna við að tala um fótbolta í sjónvarpi. Lífið snýst því algjörlega um fótbolta sem eru algjör forréttindi,“ segir Gunnleifur sem hefur greinilega brennandi ástríðu fyrir fótbolta.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira