Liverpool á eftir auðveldara leikjaprógram en City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 11:30 Sergio Aguero hjá Manchester City í baráttunni við Virgil van Dijk hjá Liverpool. Getty/Shaun Botterill Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima) Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima)
Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira