Liverpool á eftir auðveldara leikjaprógram en City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 11:30 Sergio Aguero hjá Manchester City í baráttunni við Virgil van Dijk hjá Liverpool. Getty/Shaun Botterill Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima) Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira
Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima)
Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta er ekki flókið“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sjá meira