Liverpool á eftir auðveldara leikjaprógram en City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2019 11:30 Sergio Aguero hjá Manchester City í baráttunni við Virgil van Dijk hjá Liverpool. Getty/Shaun Botterill Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima) Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Manchester City tók toppsætið af Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina en öll nótt er samt ekki úti enn fyrir Liverpool liðið. Stuðningsmenn Liverpool hafa verið margir að fara á taugum að undanförnu um leið og lið þeirra hefur gefið mikið eftir og gert hvert jafntefli á fætur öðru. Fyrir vikið hefur tíu stiga forysta orðið að engu. Nú er komin upp sú staða að í fyrsta sinn síðan 7. desember er Liverpool ekki á toppnum þegar bæði liðin hafa spilað jafnmarga leiki. Það er aftur á móti mikið eftir enn af leiktíðinni og eitt stig er ekki mikið forskot. Manchester City hefur líka tapað þremur fleiri leikjum en Liverpool og er líka á fullu í einni fleiri keppni.So who does have the easiest run-in, Manchester City or Liverpool? | @m_christensonhttps://t.co/ZGbmdvgoBN — Guardian sport (@guardian_sport) March 4, 2019Blaðamann Guardian skoðuðu níu síðustu leikina hjá Manchester City og Liverpool og greindu það hvort liðið eigi eftir auðveldara leikjaprógram. Það er niðurstaða þessarar greiningar að það séu sóknarfæri hjá Liverpool liðinu út frá því að liðið spilar bæði fleiri heimaleiki á lokasprettinum sem og að liðið mætir lakari liðum út frá stöðu umræddra mótherja í töflu ensku úrvalsdeildarinnar.Are Liverpool really bottling the Premier League title race?@chris_sutton73 just wants to enjoy a 'brilliant title race' between Manchester City and Liverpool without the negativity. pic.twitter.com/cZf6wHCoY4 — BBC 5 Live Sport (@5liveSport) March 4, 2019Hér fyrir neðan má sjá staðreyndirnar af hverju Liverpool á eftir léttara leikjaprógram. Meðal staða mótherja Liverpool það sem eftir er móts er 13,33. sæti en meðal staða mótherja Manchester City er 11,89. sæti. 55,5 prósent leikja Liverpool verða á Anfield í Liverpool en aðeins 44,4 prósent leikja Manchester City verða á Ethiad leikvanginum í Manchester. Liverpool á eftir fleiri heimaleiki. Liverpool náði í 25 stig í fyrri leikjunum á móti síðustu níu mótherjum sínum á tímabilinu en Manchester City náði í 21 stig á móti þeim liðum sem þeir eiga eftir að mæta í annað skiptið á þessari leiktíð. Liverpool á líka eftir fimm leiki á móti fimm lélegustu liðum deildarinnar eins og staðan er í dag en það eru lið Huddersfield, Fulham, Cardiff, Southampton og Burnley. Það getur hins vegar verið stórhættulegt að mæta liðum í harðri fallbaráttu. Manchester City á síðan eftir erfiðasta leikinn þegar þeir þurfa að heimsækja Manchester United á Old Trafford 24 apríl. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með gangi mála 4. maí þegar Brendan Rodgers (Leicester) mætir Manchester City og Rafael Benítez (Newcastle) mætir Liverpool. Úrslitin gætu mögulega ráðist þá þar sem fyrrum stjórar Liverpool eru í aðalhlutverki.Leikir sem Manchester City á eftir í deildinni: 9. mars - Watford (Heima) 30. mars - Fulham (Úti) 6. apríl - Cardiff (Heima) 14. apríl - Crystal Palace (Úti) 20. apríl -Tottenham Heima) 24. apríl - Manchester United (Úti) 28. apríl- Burnley (Úti) 4. maí - Leicester (Heima) 12. maí - Brighton (Úti)Leikir sem Liverpool á eftir í deildinni: 10. mars - Burnley (Heima) 17. mars - Fulham (Úti) 31. mars - Tottenham (Heima) 5. apríl - Southampton (Úti) 14. apríl - Chelsea (Heima) 21. apríl - Cardiff (Úti) 26. apríl - Huddersfield (Heima) 4. maí - Newcastle (Úti) 12. maí - Wolves (Heima)
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira