Stórt skref stigið í átt að friði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. janúar 2019 06:00 Frá fundi Zalmay Khalilzad, formanni samninganefndar Bandaríkjanna með Ashraf Ghani, forsætisráðherra Afganistan, í Kabúl. Vísir/AFP Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers. Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Samninganefndir Bandaríkjamanna og talibana í Afganistan hafa komist að samkomulagi um ramma utan um friðarsamninga. Talibanar munu samkvæmt því samkomulagi ábyrgjast að hryðjuverkamenn starfi ekki á afganskri grund. Í kjölfarið gæti bandaríski herinn yfirgefið ríkið alfarið ef vopnahléi er komið á og Talibanar mæta til viðræðna við afgönsku ríkisstjórnina. Þetta samkomulag er afrakstur sex daga langra viðræðna í Katar. Zalmay Khalilzad, sem leiðir samninganefnd Bandaríkjanna, sagði í viðtali við The New York Times í höfuðborginni Kabúl að það ætti enn eftir að fylla í ýmsar eyður svo þessi rammi yrði að samningi. „Talibanar hafa skuldbundið sig til að gera hvað sem þarf til þess að koma í veg fyrir að Afganistan verði leikvöllur alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Það er ánægjulegt. Við höfum næga trú á viðræðunum til þess að tilkynna um þetta nú,“ sagði Khalilzad aukinheldur. Samkvæmt The New York Times eru níu ár liðin frá því farið var að reyna að koma á friði. Skrefið sem nú hefur verið stigið í átt að stríðslokum er það stærsta á þessum níu árum. Ghani hélt ávarp eftir að Khalilzad hafði upplýst hann um stöðuna. Þar sagði hann að allir erlendir hermenn myndu í framtíðinni yfirgefa Afganistan, en það hefur verið helsta krafa talibana. „Enginn Afgani vill erlendar hersveitir í landinu til frambúðar. Vera þeirra hér á þessari stundu er til komin vegna þess að hún er nauðsynleg. Þessi nauðsyn þarf að vera í sífelldri skoðun og endurskoðun,“ sagði Ghani. Talibanar hafa alla tíð neitað að eiga í viðræðum við afgönsku stjórnina. Álíta hana „strengjabrúðu Bandaríkjanna“. Nú eru þeir hins vegar tilbúnir til viðræðna um leið og föst dagsetning er komin á brotthvarf Bandaríkjahers.
Afganistan Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Drög að friðarsamkomulagi í Afganistan Drögin eru afrakstur sex daga viðræðna við fulltrúa talibana í Katar. 28. janúar 2019 14:59