Ætla að standa vörð um kínversk fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 10:55 Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. AP/Andy Wong Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Ríkisstjórn Kína segir að Bandaríkin eigi að láta af „óskynsamlegum“ aðgerðum þeirra gegn kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei. Forsvarsmenn fyrirtækisins þvertaka fyrir að lög hafi verið brotin eftir að yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu fjölda ákæra gegn fyrirtækinu og starfsmönnum þess í gær. Meðal þess sem forsvarsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um er að brjóta gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran, fjársvik, fjárþvætti, að hafa stolið tækni frá bandaríska fyrirtækinu T-Mobile og að standa í vegi réttvísinnar. Huawei neitar öllum ákærunum 23 en fyrirtækið hefur lengi barist gegn ásökunum um samstarf með leyniþjónustum Kína og njósnir. Í ákærunum, sem eru lagðar fram í tveimur skjölum, eru engar ásakanir um samstarf með yfirvöldum í Kína settar fram.Christopher Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sagið við opinberun ákæranna í gær að þær vörpuðu ljósi á „blygðunarlausa lítilsvirðingu“ Huawei gagnvart bandarískum lögum og gagnvart alþjóðlegum viðskiptaaðferðum. Hann sagði fyrirtæki eins og Huawei ógna bæði efnahagi og öryggi Bandaríkjanna.Í tilkynningu frá Utanríkisráðuneyti Kína segir, samkvæmt AP fréttaveitunni, að ríkið muni standa vörð um kínversk fyrirtæki. Bandaríkin séu að beita hinu opinbera til að koma niður á sanngjarni og réttlátri starfsemi Huawei.Þá segir Huawei að T-Mobile málið hafi verið leyst með skaðabótagreiðslu árið 2014.Staða Huawei íhuguð víða Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda fyrirtækisins, er sökuð um að hafa logið að bönkum um leppfyrirtækið Skycom og sérstaklega um viðskipti fyrirtækisins við Íran. Hún var handtekin í Kanada í byrjun desember og Bandaríkin vilja fá hana framselda. Huawei er eitt stærsta samskiptafyrirtæki heims. Forsvarsmenn þess segja það eiga í viðskiptum við 45 af 50 stærstu símafyrirtækjum heims og Huawei varð nýlega stærsti símaframleiðandi heimsins, á eftir Samsung og undan Apple. Árið 2012 gaf þing Bandaríkjanna út skýrslu þar sem fyrirtækjum var ráðlagt að eiga ekki í viðskiptum við Huawei og kínverska fyrirtækið ZTE og að ógn stafaði af fyrirtækjunum. Síðan þá hafa umsvif Huawei Í Bandaríkjunum minnkað verulega en forsvarsmenn þess segja skýrsluna ekki hafa haft áhrif á viðskipti fyrirtækisins annars staðar í heiminum. Vandræði Huawei hafa þau aukist að undanförnu. Starfsmaður fyrirtækisins í Póllandi var nýverið handtekinn fyrir njósnir og rík hafa ákveðið að meina símafyrirtækjum að eiga í viðskiptum við Huawei í tengslum við uppbyggingu 5G símakerfa. Önnur ríki eru að íhuga slíkar aðgerðir.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24 Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44 Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32 Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18 Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. 11. janúar 2019 13:24
Kanadískur karlmaður dæmdur til dauða í Kína Samskipti Kína og Kanada hafa verið stirð eftir að einn stjórnenda Huawei var handtekinn í Vancouver í desember. 14. janúar 2019 14:44
Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót. 22. janúar 2019 10:32
Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei, neitar ásökununum. 28. janúar 2019 22:18
Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei. 26. janúar 2019 23:33