Viðskipti erlent

Bandaríkin gefa út ákæru á hendur fjarskiptafyrirtækinu Huawei

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Meng Wanzhou
Meng Wanzhou Darryl Dyck/AP
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gefið út 13 ákærur á hendur kínverska samskiptafyrirtækinu Huawei og æðsta fjárreiðumanni þess, Meng Wanzhou.Meðal þess sem ráðuneytið ásakar Meng og Huawei um eru fjársvik, þjófnaður á tækni í eigu bandaríska fyrirtækisins T-Mobile og hindrun framgangs réttvísinnar. Bæði Meng og Huawei neita ásökununum.Meng var handtekin í síðasta mánuði í Kanada, að ósk Bandaríkjamanna. Henni var þá gefið að sök að hafa farið gegn viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna gegn Íran.Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Wilbur Ross, hefur lýst því yfir að ákærurnar væru „með öllu ótengdar“ viðskiptasamningaviðræðum sem nú standa yfir á milli Bandaríkjanna og Kína. Þrátt fyrir það hefur mál Huawei og Meng sett strik í reikninginn í samskiptum Bandaríkjanna, Kanada og Kína.


Tengdar fréttir

Krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu

Yfirvöld í Kína krefjast þess að Bandaríkin láti af framsalskröfu gegn Meng Wanzhou, aðstoðarfjármálastjóra kínverska tæknirisans Huawei, sem handtekin var í Kanada fyrir áramót.

Trudeau bað sendiherra Kanada í Kína um að segja af sér

Trudeau hefur ekki sagt hvers vegna hann greip til þessara aðgerða en afsögnin hefur verið rekin til ummæla hans um framsalsbeiðni Bandaríkjanna gagnvart Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.