Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2019 13:24 Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. AP/Czarek Sokolowski Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi. Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira
Yfirvöld í Póllandi hafa handtekið kínverskan starfsmann Huawei fyrir njósnir. Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir. Rannsakendur gerðu húsleit í höfuðstöðvum Huawei í Póllandi og hjá samskiptafyrirtækinu Oragne Polska, sem pólski maðurinn mun hafa unnið hjá. Leyniþjónustur vestrænna ríkja eins og Bandaríkjanna hafa haldið því fram að Huawei starfi með leyniþjónustum Kína og stundi víða njósnir. Þá hefur því verið haldið fram að búnaður Huawei samskiptabúnaði innihaldi bakdyr fyrir kínverska hakkara.AFP fréttaveitan segir fjölmiðla í Póllandi hafa heimildir fyrir því að kínverski maðurinn sé einn af framkvæmdastjórum Huawei þar í landi og sá pólski hafi áður starfað hjá leyniþjónustu Póllands.Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, var handtekin í Kanada í síðasta mánuði. Til stendur að framselja hana til Bandaríkjanna vegna gruns um að hún hafi brotið gegn refsiaðgerðum gegn Íran og vegna gruns um fjársvik. Huawei hefur neitað þessum ásökunum en handtökurnar í Póllandi munu án efa ýta undir þessar deilur.Samkvæmt Reuters sagði talsmaður Utanríkisráðuneytis Kína að þar í landi hefðu menn áhyggjur af málinu og hvatti hann yfirvöld í Póllandi til þess að rannsaka málið af sanngirni. Forsvarsmenn Huawei vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu, að öðru leyti en að taka fram að fyrirtækið fylgdi lögum þeirra ríkja sem það starfaði í.Orange Polska staðfesti húsleit í höfuðstöðvum þess og sagði rannsakendur hafa lagt hald á búnað og gögn eins starfsmanns. Þá vita forsvarsmenn fyrirtækisins ekki hvort að rannsóknin tengist störfum mannsins en segjast veita yfirvöldum samvinnu. Yfirvöld nokkurra vestrænna ríkja hafa tekið þá ákvörðun að neita Huawei aðkomu að uppbyggingu samskiptakerfa og innviða innan þeirra ríkja. Ríkisstjórn Noregs tilkynnti í vikunni að verið væri að skoða svipaðar aðgerðir þar í landi.
Bandaríkin Kanada Kína Pólland Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Sjá meira