Gary Martin afgreiddi gömlu félaga sína í Val með tveimur mörkum í Vestmannaeyjum í gær en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skorar á móti gömlum liðsfélögum í Pepsi Max deildinni í sumar.
Valsmenn komust í 1-0 í leiknum en Gary Martin snéri leiknum með tveimur mörkum og bæði komu þau eftir að hann þefaði uppi mistök varnarmanna og markvarðar Valsliðsins.
Gary Martin hefur alls skorað átta mörk á tímabilinu en fimm þeirra hafa komið á móti sínum gömlu félögum.
Skagamenn komu fyrstir með Gary Martin hingað til lands og hann hefur skorað hjá ÍA í sumar bæði sem leikmaður Vals og sem leikmaður ÍBV. Það er líklega einsdæmi í efstu deild á Íslandi.
Mörk Gary Martin í Pepsi Max deildinni í sumar á móti gömlum félögum í sumar:
26. apríl - Eitt mark á móti Víkingum (Með Val)
11. maí - Eitt mark á móti ÍA (Með Val)
24. ágúst - Eitt mark á móti ÍA (Með ÍBV)
1. september - Tvö mörk á móti Val (Með ÍBV)
Samtals: 5 mörk (63%)
Mörk Gary Martin í Pepsi Max deildinni í sumar á móti félögum sem hann hefur ekki spilað með:
13. júlí - Eitt mark á móti FH
28. júlí - Eitt mark á móti Grindavík
18. ágúst - Eitt mark á móti KA
Samtals: 3 mörk (37%)
Gary Martin refsar endurtekið fyrri félögum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti



Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti