Staðfest að fjórir hafi látist í bátsbrunanum Sylvía Hall skrifar 2. september 2019 20:50 Myndir frá vettvangi sem slökkvilið í Ventura-sýslu birti á Twitter í morgun. Skjáskot 38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. Fjögur lík hafa nú þegar fundist en 29 er enn saknað. BBC greinir frá. Fimm áhafnarmeðlimum var bjargað frá brennandi bátsflakinu en tilkynning barst klukkan 03:30 að staðartíma. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, átján metrum frá strönd eyjunnar Santa Cruz. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara. Báturinn hafði verið í þriggja daga köfunarferð og var dagurinn í dag síðasti dagur ferðarinnar en báturinn var í eigu köfunarfyrirtækisins Truth Aquatics. Ekki er talið að vanræksla á viðhaldi hafi orðið til þess að eldurinn kom upp að sögn strandgæslunnar, en báturinn hafði alltaf uppfyllt allar öryggiskröfur við skoðanir. Í frétt BBC kemur fram að líklegt sé að þeir sem komust lífs af hafi verið sofandi í aðalfarrými bátsins á meðan aðrir farþegar sátu fastir í káetum sínum fyrir neðan þilfarið. Þeir fimm sem björguðust stukku af bátnum ofan í sjó þar sem þeim var komið til bjargar. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en aðstæður á vettvangi eru sagðar slæmar þar sem mikil þoka er á svæðinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
38 voru um borð í bátnum Conception undan strönd Kaliforníuríkis þegar eldur kom upp í bátnum snemma í morgun. Fjögur lík hafa nú þegar fundist en 29 er enn saknað. BBC greinir frá. Fimm áhafnarmeðlimum var bjargað frá brennandi bátsflakinu en tilkynning barst klukkan 03:30 að staðartíma. Báturinn var staddur um það bil 145 kílómetrum vestur af Los Angeles þegar eldurinn kom upp, átján metrum frá strönd eyjunnar Santa Cruz. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara. Báturinn hafði verið í þriggja daga köfunarferð og var dagurinn í dag síðasti dagur ferðarinnar en báturinn var í eigu köfunarfyrirtækisins Truth Aquatics. Ekki er talið að vanræksla á viðhaldi hafi orðið til þess að eldurinn kom upp að sögn strandgæslunnar, en báturinn hafði alltaf uppfyllt allar öryggiskröfur við skoðanir. Í frétt BBC kemur fram að líklegt sé að þeir sem komust lífs af hafi verið sofandi í aðalfarrými bátsins á meðan aðrir farþegar sátu fastir í káetum sínum fyrir neðan þilfarið. Þeir fimm sem björguðust stukku af bátnum ofan í sjó þar sem þeim var komið til bjargar. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en aðstæður á vettvangi eru sagðar slæmar þar sem mikil þoka er á svæðinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Eldur kviknaði í bát undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að 34 hafi látið lífið í eldsvoðanum. 2. september 2019 13:39