Tugir látnir í eldsvoða í báti undan ströndum Kaliforníu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 13:39 Myndir frá vettvangi sem slökkvilið í Ventura-sýslu birti á Twitter í morgun. Skjáskot/Google Maps Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019 Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Tugir eru látnir eftir að eldur kviknaði um borð í báti undan strönd Kaliforníuríkis í Bandaríkjunum í morgun. Héraðsmiðillinn KTLA hefur eftir slökkviliði í Ventura-sýslu að allir 34 farþegar um borð í bátnum hafi farist í eldsvoðanum. Fimm manna áhöfn hafi hins vegar verið bjargað. Strandgæslan greindi fyrst frá atvikinu í færslu sem birtist á Twitter skömmu fyrir klukkan fimm í morgun að staðartíma, eða um hádegisbil að íslenskum tíma. Í færslunni kom fram að unnið væri að því að bjarga „yfir þrjátíu manns í vanda“ á bát í grennd við Santa Cruz-eyju. Eyjan liggur úti fyrir strönd Kaliforníu, skammt frá borginni Santa Barbara.BREAKING NEWS: The Coast Guard has launched multiple rescue assets along with assets from local agencies to assist more than 30 people in distress on a 75ft boat near Santa Cruz Island. More details will be available later as this operation continues.— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Í uppfærðu tísti strandgæslunnar var svo greint frá því að kviknað hefði í bátnum. Þá hafi hópi úr „áhöfn“ bátsins verið bjargað, þar af hafi einn einstaklingur hlotið minniháttar meiðsl.The vessel was reported as being on fire. The a group of crew members has been rescued (one with minor injuries) and efforts continue to evacuate the remaining passengers. https://t.co/ojaSdUTHXd— USCG Los Angeles (@USCGLosAngeles) September 2, 2019 Strandgæslan staðfesti svo við fréttastofu CNN að fimm hafi verið bjargað úr bátnum. Báturinn sem um ræðir heitir Conception og er gerður út frá höfn í Santa Barbara. Báturinn, sem er rúmir 20 metrar að lengd, hélt af stað frá Santa Barbara í þriggja daga siglingu á laugardag. Hann átti að snúa aftur til hafnar í dag. CNN hefur eftir yfirmanni hjá strandgæslunni að alls hafi 39 verið um borð í bátnum, þar af fimm manna áhöfn. Áhöfnin hafi öll bjargast úr bátnum en farþegarnir voru undir þiljum og lokuðust inni þegar eldurinn kviknaði. Þá gangi björgunarmönnum erfiðlega að komast inn í bátinn þar sem eldurinn blossi sífellt aftur upp.Fréttin hefur verið uppfærð.#CoastInc: @VCFD responded to boat fire off the north side of Santa Cruz Island at approximately 3:28am. @USCG helping support rescue operations for people aboard a dive boat. #ChannelIslands @USCGLosAngeles @CountyVentura @SBCOUNTYFIRE pic.twitter.com/DwoPGfBjtA— VCFD PIO (@VCFD_PIO) September 2, 2019
Bandaríkin Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira