Orkufyrirtæki gagnrýnt fyrir að hafa vísvitandi slegið út rafmagni í miðri hitabylgju Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 12:26 Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem stórfellt rafmagnsleysi skekur New York borg. Myndin er frá rafmagnsleysi á Manhattan fyrr í mánuðinum. Vísir/EPA Þúsundir íbúa í suðausturhluta Brooklyn í New York voru enn án rafmagns á mánudagsmorgun að staðartíma þegar borgin jafnaði sig eftir stórfellt rafmagnsleysi sem skók hana á sunnudag. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem borgin þarf að glíma við slíkt áfall. Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. Orkufyrirtækið Con Edison, sem sér um að veita stærstum hluta borgarinnar rafmagn, tók raforku vísvitandi af 33 þúsund notendum seint í gær. Var þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að mikið álag á raforkukerfinu myndi leiða til enn víðtækara rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá orkufyrirtækinu leiddi rafmagnsleysi í öðrum hluta borgarinnar til þess að samtals voru yfir fimmtíu þúsund notendur án rafmagns seint á sunnudag. Um klukkan sex að morgni mánudags að staðartíma greindi fyrirtækið frá því að tæp tuttugu þúsund notendur væru enn án raforku í borginni, og að hinir sem eftir væru ættu að fá rafmagn seinnipartinn í dag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, gagnrýndi orkufyrirtækið harðlega og sagði að það hefði átt að vera betur undirbúið undir hitabylgjuna sem gengur nú yfir svæðið. Cuomo hefur óskað eftir rannsókn á stórfelldu rafmagnsleysi á Manhattan sem átti sér stað fyrr í júlí. Bandaríkin Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Þúsundir íbúa í suðausturhluta Brooklyn í New York voru enn án rafmagns á mánudagsmorgun að staðartíma þegar borgin jafnaði sig eftir stórfellt rafmagnsleysi sem skók hana á sunnudag. Þetta er í annað sinn í mánuðinum sem borgin þarf að glíma við slíkt áfall. Rafmagnsleysið kemur á sérstaklega óheppilegum tíma þar sem borgin glímir samhliða því við hitabylgju sem hefur leitt til mikillar orkunotkunar. Hitastig í borginni hefur sums staðar farið yfir 32 stig og keppast íbúar við að kæla sig niður. Orkufyrirtækið Con Edison, sem sér um að veita stærstum hluta borgarinnar rafmagn, tók raforku vísvitandi af 33 þúsund notendum seint í gær. Var þetta gert til þess að reyna að koma í veg fyrir að mikið álag á raforkukerfinu myndi leiða til enn víðtækara rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá orkufyrirtækinu leiddi rafmagnsleysi í öðrum hluta borgarinnar til þess að samtals voru yfir fimmtíu þúsund notendur án rafmagns seint á sunnudag. Um klukkan sex að morgni mánudags að staðartíma greindi fyrirtækið frá því að tæp tuttugu þúsund notendur væru enn án raforku í borginni, og að hinir sem eftir væru ættu að fá rafmagn seinnipartinn í dag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, gagnrýndi orkufyrirtækið harðlega og sagði að það hefði átt að vera betur undirbúið undir hitabylgjuna sem gengur nú yfir svæðið. Cuomo hefur óskað eftir rannsókn á stórfelldu rafmagnsleysi á Manhattan sem átti sér stað fyrr í júlí.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27 Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15 Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30 Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Þetta er innrás“ Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Fleiri fréttir Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Sjá meira
Hlýjasti júnímánuður á jörðinni frá því að mælingar hófust Útlit er fyrir að júlí gæti orðið hlýjasti mánuður sem hefur nokkri sinni mælst á jörðinni. 16. júlí 2019 08:27
Hiti gæti náð 38 stigum í Evrópu þegar hættuleg hitabylgja fer yfir álfuna Talið er að hitabylgjan muni hafa víðtæk áhrif á stóran hluta meginlands Evrópu. 21. júlí 2019 20:15
Mannskæð hitabylgja herjar enn á Evrópubúa Þótt hitabylgjur séu ekki nýjar af nálinni hafa loftslagsvísindamenn bent á að loftslagsbreytingar af mannavöldum geri ástandið mun verra. 29. júní 2019 08:30
Reykjarmökkur og vatnavextir í hitabylgju í Alaska Methlýindi í Alaska hafa skapað kjöraðstæður fyrir kjarrelda sem geisa nú víða í ríkinu. Leysingar á jöklum og fjöllum hafa einnig valdið vatnavöxtum og flóðum í ám og lækjum. 1. júlí 2019 12:18